Viðar - 01.01.1936, Side 150
136
NÁM
[Viðar
raklent er, vökvar þyrsta jörð. Landneminn klýfur fjallið.
Hann beizlar fossinn. Landnámið er ekki fólgið í því að
marka sér landamerki, heldur í hinu að beygja náttúru-
öflin undir vald manna.
Eins og vér nemum landið, eigum vér að nema undra-
lendur okkar eigin sálar. í hverju barni býr sterkur nátt-
úrukraftur, þróttur, sem eigi má brjóta eða beygja til
jarðar; heldur þarf að sveigja hann inn á réttar brautir,
beina honum þangað, sem þörfin er mest.
En engum kennara er fært að beizla æskuþróttinn.
Hver æskumaður verður að skapa sjálfan sig, nema sjálf-
an sig og mæla. Enginn æskumaður verður tekinn nauð-
gur og mótaður, gegn vilja sínum, hann verður sjálfur
ð velja og hafna. —
Héraðsskólarnir taka við unglingunum óþroskuðum,
vanalega í fyrsta sinn er þeir fara að heiman. Þar dvelja
þeir oftast tvö ár. Þeir koma með fullan hugann af óleyst-
um verkefnum, fullir af krafti, sem vanta starfssvið. Þeir
eru eins og foss í fjallshlíð, með nýjan kraft á hverjum
degi. Skólinn á að fá öllum þessum krafti starfssvi^, hann
á að beina öllum þessum straum í farveg.
Ég var einn þeirra manna, sem börðust fyrir því, að
þessir skólar voru reistir. Við, sem stóðum að fyrsta skól-
anum, urðum svo lánssamir, að fá að sjá þá hugsjón okk-
ar rætast, að nú eiga mörg hundruð manna kost á að
nema sér lífsstefnu heima í sveitum. Það eru í vetur tíu
ár liðin, síðan fyrsti skólinn reis á legg. í haust var hann
loks fullbyggður. Og í vetur starfa sex slíkir skólar með
nálægt 500 nemendum. í vetur hafa allir héraðsskólarnir
fleiri nemendur en nokkru sinni áður.
Ég veit, að það er sjaldgæft lán að sjá hugsjón rætast
og sigra. En stundum kemur efinn um það, hvers virði
sigurinn er, einmitt um leið og sigrinum er náð.
Það er full ástæða fyrir okkur, sem stóðum að því að
reisa fyrsta héraðsskólann, að staldra nú við á tíu ára af-
mælinu og spyrja hvert stefnir.