Viðar - 01.01.1936, Page 152
138
NÁM
[ViÖai*
varð lifandi. Athygli okkar hafði verið vakin, skilningur
og samúð, viljinn til að þekkja og skilja. Við fundum,
sumarið eftir, þegar við vorum að safna grösunum, að
allt þetta margbreytta líf í kringum okkur var hluti af
okkur sjálfum og við af því.
Ég kenni ykkur ekki grasafræði til þess, að þið getið
tekið hátt próf þar upp úr þessum skóla eða upp í ein-
hvern annan skóla. En mig langar mikið til þess að vekja
hjá ykkur samúð með öllu lifandi, að þið getið skilið, að
við öll, sem lifum á þessu litla hnattkrýli, sem nefnist
jörð, erum einnar ættar, hvort sem við erum föst á rótum,
göngum á tveimur fótum eða fjórum, fljúgum eða synd-
um. Og mig langar til þess, að þið getið lært að athuga
náttúruna kringum ykkur, gætuð skerpt athyglina, vanið
ykkur á að hafa athyglina alltaf vakandi, skarpa og
næma, bæði fyrir heildarsvip og smáatriðum, eins og sá
verður að gera, sem þekkja vill grasið, sem við göngum á.
Við erum að læra landafræði og sögu. Til hvers? Til
þess að ná háu prófi, hér eða annars staðar? Til þess að
eignast auglýsingaspjöld um þekkingu okkar, er hengja
má í bak og fyrir, til þess að eignast vissan þekkingar-
stimpil? Nei og aftur nei. Við lærum þessar fræðigreinar
til þess að skilja okkur sjálf, skilja samtíð okkar og
þjóðfélag, skilja atburðina, sem daglega gerast í heimin-
um í kringum okkur. Nú eru öll völdin í landinu lögð í
hendur alþýðu. Framtíð þjóðarinnar um áratugh getur
oltið á því, hvernig eitthvert eitt okkar greiðir atkvæði.
En öll velferð landsins byggist á því, að sem flestir dæmi
af réttum skilningi og þekkingu. Öll þekking og skilning-
ur í þjóðfélagsmálum byggist á því að hugsa sjálfstætt, að
hver trúi sinni eigin skynsemi. Grundvöllurinn, sem á
verður að byggja, er sú þekking á þróun lífsins og mann-
kynsins, er við nefnum veraldarsögu og sú þekking á
samtíðinni, er við nefnum landafræði. Enginn taki orð
mín svo, að ég telji að kenna beri í skólum stjórnmála-
stefnur, eða að þar eigi að hlynna að vissum lífsskoðun-