Viðar - 01.01.1936, Síða 156
142 * TVÆR MYNDIR [Viðar
væri stór bygging til hægri handar, ekki langt frá
bænum. Við gengum áfram norður veginn. Eftir hálf-
tíma göngu komum við upp á litla hæð og sáum alllangt
til norðurs. Skammt fyrir norðan okkur var dálítil líðandi
brekka upp frá firðinum, og á brún hennar gnæfði mikil
og fögur bygging. Það var sú bygging, sem síðar varð al-
kunn undir nafninu „Rauði kastalinn við Hróarskeldu-
fjörð“. Þangað var ferðinni heitið. Þvert af þjóðveginum
lá vegur upp að skólanum. Meðfram honum voru nýgróð-
ursett tré, e. t. v. frílega mannhæðar há, með ofurlitlum
greinaskúfum í toppunum. Til beggja handa var plógflag
eitt, og þar höfðu verið gróðursettar hnéháar trjáplöntur,
sem nú voru aðeins að laufgast. Hér var auðsjáanlega ver-
ið að nema land. Hér var nýsköpun á ferð. Hér var framtíð
en engin fortíð. Við beygðum inn á veginn upp að skól-
anum, og eftir litla stund hafði nýi húsbóndinn þrýst
hönd okkar og boðið okkur velkomná á staðinn.
En hver var þá þessi maður, hver var staðurinn og'
hvað var hér að gerast?
Thomas Bredsdorff hét maðurinn, sem hér var að verki
og brátt gerði garðinn frægan. Hann var fæddur í Odense
1868. Faðir hans var þá kennari, en varð síðar prestur í
sveit, lengst af á Falstri. Hann hafði mikinn áhuga fyrir
alþýðufræðslu og hina mestu ást á lýðháskólunum
dönsku, svo ekki var furða þótt hugur sonarins hneigðist í
þá átt. Sextán ára gamall var Th. Bredsdorff sendur til
Askov, og var hann þar nemandi einn vetur. Það var vígsla
hans til námsins. Að loknu stúdentsprófi las hann guð-
fræði og varð að loknu námi kennari við Friðriksborgar-
skóla hjá Hilleröd. Skólastjóri þar var Holger Begtrup,
einn af þekktustu skólamönnum Dana. Voru þeir Breds-
dorff síðan alúðarvinir alla æfi og studdu hvorn annan á
margan hátt.
Bredsdorff gat sér brátt mikinn orðstír sem kennari og
fyrirlesari. Hann var maður bráðgáfaður, fremur hár
vexti en nokkuð lotinn í herðum, skarpleitur og ekki