Viðar - 01.01.1936, Page 157
Viðar] TVÆR MYNDIR 143
fríður sýnum en mikilúðlegur og vakti athygli, hvar sem
hann fór, og ekki hafa mér þótt aðrir menn fallegri en
hann í ræðustóli. Hann var orðhvatur og orðheppinn í
viðræðum. Danir líktu honum við Skarphéðinn Njálsson.
Danskur skáldskapur og saga var það, sem hann hafði
mestar mætur á. En fljótur var hann að átta sig á hverju
sem var. Hann var mælskumaður mikill og gagnorður,
opinskár og ekki bundinn við hleypidóma né erfikenning-
ar og sagði því margt það, sem aðrir starfsbræður hans
hefðu varla leyft sér að segja. Hann var maður frjáls-
lyndur og þoldi mönnum að hafa aðrar skoðanir en hann
hafði, þótt hann væri ódeigur að standa fyrir sínum mál-
stað. Jeppe Aakjær skrifaði á bók eftir sig, er hann sendi
Bredsdorfí, að hann væri eini lýðháskólamaðurinn, sem
hann gæti sent þessa bók, án þess að vænta hnefahöggs í
andlitið. í bókinni var nokkuð sveigt að lýðháskólunum
og Grundtvigsdýrkun þeirra. Bókina sá ég í bókasafni
Bredsdorffs, eftir að hann var dáinn og las hana vegna
áletrunarinnar, því mér var forvitni á að vita, hvað þar
væri á borð borið. En þetta sýnir, að Bredsdorff var treyst
til að þola gagnrýni.
Þegar hér var komið sögunni, var Bredsdorff 39 ára og
hafði verið kennari við Friðriksborgarskóla í 10 ár. Og
eftir því sem gengi hans óx sem kennara og fyrirlesara,
þróaðist löngun hans til að stofna sinn eigin skóla, verða
sinn eiginn herra. Það er hugsjón flestra lýðháskólamanna
danskra, þeirra er nokkurn verulegan mátt finna hjá sér.
Meðan þeir ekki hafa fengið sinn eigin skóla, finnst þeim
þeir hafa hlekk um fót, vera eins og hásetar á annarra
skipi. Skólinn og skólastjórinn eru eitt. Kennaranna er
venjulega lítið getið út í frá, það særir metnaðargirni
þeirra. Og þeim eru skömmtuð viðfangsefnin, það heftir
fiugið.
En það þarf fé til að koma upp nýjum skóla eða kaupa
gamlan, og Bredsdorff átti ekki annan auð en andagift
sína og eldmóð. Þá hlupu vinir hans og dáendur undir