Viðar - 01.01.1936, Page 158
144
TVÆR MYNDIR
fViðar
bagga með honum og buðu honum tvo kosti: að þeir
reistu skólann og hann yrði skólastjóri þeirra, eða að
þeir stæðu í ábyrgð fyrir láni honum til handa og hann
yrði eigandi skólans og einvaldsherra. Svo mikið var
traust þeirra á honum, og svo mikill var áhugi einstakra
manna í héraðinu fyrir því, að skóli risi þar upp undir
hans stjórn. Bredsdoríf tók síðari kostinn. Hann valdi
skóla sínum stað á hæðinni við fjörðinn, þar sem dóm-
kirkjan mikla blasti við, eins og Friðriksborgarhöll hafði
blasað við frá skólanum, sem hann til þessa hafði unnið
við, en þetta eru einhverjir mestu kjörgripir Dana í list-
rænu og menningarsögulegu tilliti. Seytjánda júlí 1906
var hornsteinninn að byggingunni lagður, og nú stóð höll-
in fullgjör. Allt var til reiðu til að veita fyrsta nemenda-
hópnum móttöku. Vígsla skólans átti að fara fram næsta
dag.
Þann dag reis ég snemma úr rekkju, gekk út og litaðist
um á staðnum. Útsýni frá skólanum var bæði vítt og fag-
urt. í suðri bar dómkirkjuna miklu við himin, fyrir fót-
um manna lá fjörðurinn með víkum sínum og vogum,
eyjum og álum og allt í kring grænkandi akrar og skóg-
arlundir. Óneitanlega var þetta vel valinn staður til þess
starfs, sem hér átti að hefja. Og svo var byggingin sjálf
fögur og mikil, byggð í gömlum herragarðsstíl og á turn-
inum merki skólans, hrafnar Óðins, annar horfði fram en
hinn til baka, jafnframt því sem þeir sýndu hvaðan vind-
urinn blés. Hér var ekki frumbýlingshátt að sjá á neinu,
allt virtist fullgjört. Á hæðarbrún suðvestur af skólanum
voru reistar þrjár fánastengur. Á miðstönginni blakti
danski fáninn og sá sænski og norski sinn til hvorrar
hliðar. Samvinna Norðurlanda er eitt af kjörorðum lýð-
háskólanna, og á þeim árum töldu Danir þau aðeins þrjú.
Um hádegi fóru gestirnir að streyma að, og brátt var
saman komið mikið fjölmenni. Leikfimissalur skólans, sem
er mikið hús, ætlað 150 nemendum til fimleikaiðkana;
rúmaði ekki alla gestina, svo að lokum var samkoman