Viðar - 01.01.1936, Page 159
Viðar]
TVÆE MYNDIR
145
flutt út á skólahlaðið. Þarna voru ræður fluttar af mörg-
um merkustu skólamönnum, sem þá voru uppi í Dan-
mörku. Vitanlega man ég ekki margt af því, sem þar var
sagt, en ég man blæinn, sem yfir öllu var. Það var auð-
fundið, að þetta var ekki venjuleg vígsla. Hér var í raun
og veru mikils vænst. Yfir öllu var bjart. Sigurvissan
Ijómaði í hverju auga.
Þrem dögum síðar komu nemendurnir, hundrað og
fimmtíu ungar stúlkur, víðsvegar að úr landinu. Hvert
sæti var skipað þegar í upphafi, þótt nemendurnir nytu
ekki styrks til skólavistarinnar, af því að skólinn var ekki
búinn að starfa í þrjú ár.
Og skólastarfið hófst og það ekki með neinu tilrauna-
iálmi. Hér voru æfðir menn að verki, og sá, sem stjórnaði,
vissi, hvert hann vildi stefna. Allt féll þegar í eins fastar
skorður og tuttugu ára starf væri að baki. — Úti blöktu
nýgróðursett trén fyrir hægum sumarblænum, inni dafn-
aði hið nýja skólalíf. Trén áttu fyrir sér að vaxa. Skól-
inn byrjaði þegar með fullum krafti. En álit hans fór þó
vaxandi eftir því sem árin liðu.
Þanriig vex danskur lýðháskóli upp, þegar afburða
maður heldur um stjórntaumana.
II.
Tuttugu ár eru liðin. Það er fyrstu dagana í maí. Sólin
hellir geislaflóði sínu yfir Hróarskeldufjörð og byggðina
meðfram honum. Birtan er mikil og hitinn í mesta lagi
fyrir íslending. Ég er aftur á gangi norður með Hróars-
keldufirði, en nú er ég einn míns liðs. Ferðinni er heitið
út að skólanum. Ég kannast við hverja bugðu á veginum,
og jafnvel trén meðfram honum koma mér kunnuglega
fyrir. En ég veit, að margt hlýtur að hafa breytzt á þess-
um tuttugu árum heima á skólanum. Heimsstyrjöldin hef-
ir geysað, og Thomas Bredsdorff er dáinn fyrir fimm ár-
um.
10