Viðar - 01.01.1936, Page 161
Viðar]
TVÆR MYNDIR
147
hafði farið niður í 30. Það kemur við fjárhaginn, og því
varð óttinn við það, að nemendunum líkaði ekki skólavist-
in, áberandi. Kennararnir, sem margir voru dugandi menn,
nutu sín ekki og skoðuðu þetta ekki sem sitt framtíðar-
starfssvið. Fjórir skólar toguðust á um skólastjórann sem
nú var þar, og þótt hann væri að vísu mikill fyrir sér,
hefir þó hugur hans varla verið fastur þarna.
Þannig hnignar dönskum lýðháskóla, þegar afburða-
maður hverfur frá honum fyrirvaralaust.
Enn gætti þessa ástands nokkuð. Einhver óróleiki, sem
ekki þekktist áður, lá í loftinu. Vandamál dagsins voru
rædd við morgunverðarborðið, þar sem kennararnir og
skólastjórinn borðuðu saman. Þá var eins og hver og einn
vildi pota sér bak við annan. En þó var auðfundið, að nýr
dagur var framundan. Nemendatalan var aftur komin upp
í 90, og það líf, sem hrærðist í skólanum, virtist vera vax-
andi líf en ekki þverrandi. Sonurinn var kominn heim og
byrjaður að kenna við skólann. Á hans ungu herðar átti
nú bráðlega að leggja aðalbyrðina. Helzt vildi hann þó
vera kennari undir annárs stjórn ein tvö ár fyrst, en það
var nokkrum vandkvæðum bundið þar heima, þar sem
hann átti sjálfur að taka við.
Þannig skiptast hvarvetna á ljós og skuggar.
Níu ár eru liðin síðan þetta var, og ég hefi ekki haft
aðstöðu til að fylgjast með gangi málanna á þessum fagra
stað, þar sem merkilegur maður hóf glæsilegt starf fyr-
ir nærri 30 árum. — En það er trú mín, að þar sé
sé enn merkilegt starf unnið, og að gagnlegt muni vera
fyrir þá íslendinga, sem kynnast vilja dönskum lýðhá-
skólum, að leggja leið sína þangað. Þangað er ekki nema
hálfs annars klukkutíma ferð frá Kaupmannahöfn, þótt
gengið sé frá Hróarskeldu. Og dómkirkjuna þurfa þeir,
sem ferðast sér til fróðleiks, hvort sem er að sjá.
[7. júlí 1936].
10*