Viðar - 01.01.1936, Page 163
Viða,r]
FRÁ ÚTLÖNDUM
149
mála, eru ennfremur viðfangsefni skólans. Á þessu sviði
eru enn margar gátur óráðnar. Uppeldisvísindi allra
landa taka þátt í lausn þeirra, og hverri einstakri þjóð
ber að rækja þetta starf með sérstöku tilliti til sinna sér-
einkenna og staðhátta. Finnar telja það skyldu sína að
fást við almenn uppeldisvandamál, en þó sérstaklega sín
eigin. Ef við skiljum ekki né skýrum alþýðumenningu
okkar á liðnum öldum og ráðum ekki fram úr vandamál-
um nútímans í þessum efnum, þá geta engir það aðrir —
segja þeir.
Uppeldisvísindi í Noregi.
Fyrir hálfu öðru ári síðan tóku sig saman þrjú norsk
kennarasambönd, „Norges Lærerlag1 2 3 4 * * * * * * 11, „Norges Lærerin-
neforbund“ og Filologernes og Realisternes Landsfore-
ning“, til þess að stuðla að:
1. Stofnun rannsóknarstofu í uppeldisfræði.
2. Söfnun fjár í sjóð til slíkra framkvæmda.
3. Stofnun kennarastóls í uppeldisfræði við háskólann í
Oslo.
4. Myndun allsherjar félagsskapar til eflingar uppeldis-
fræðilegum rannsóknum og tilraunum.
Samkvæmt þessu er svo til ætlazt, að þegar stundir
líða, komist á kerfisbundin og örugg vísindastarfsemi í
uppeldisfræði og öllu því, er snertir skólamál. Það verður
mikil og víðtæk starfsemi, og að því er forystumenn þess-
arar hreyfingar telja, jafn nauðsynlegt frá sjónarmiði
hagfræðinnar sem uppeldisfræðinnar, þar sem ár eftir ár
er varið miljónum króna til skólamála. Og enginn kenn-
ari þorir að halda því fram, að þessu fé sé varið svo sem
bezt má vera.
En jafnt í þessum efnum sem öðrum, er nauðsynlegt að
geta byggt starfið — og skólakerfið allt — á vísindaleg-
um grundvelli.