Viðar - 01.01.1936, Page 164
150
FRÁ ÚTLÖNDUM
[Viðar
Verklegir framhaldsskólar.
Með sérstökum lögum voru hinir svonefndu „Mellem-
skoler“ settir á stofn í Danmörku 1903. Það var ný skóla-
tegund, framhald af barnaskólunum. í full 30 ár hafa þessir
skólar starfað í góðu gengi, sýnt og sannað tilverurétt
sinn og átt vinsældum að fagna. Kennslan hefir lengst af
verið nær eingöngu bóklegs eðlis. Um 1920 fara þó að
koma fram raddir um það, að skipta þurfi þessum skól-
um í tvær deildir, bóklega og' verklega (Den teoretiske
og den praktiske Avdeling). Hugmyndin fékk smám sam-
an meiri og meiri byr undir vængi. 1931 hófu tveir dansk-
ir skólamenn, Nörlyng og Schacht, tilraun með verklega
framhaldsskóla fyrir unglinga. Síðan tóku kennarafélögin
dönsku málið upp á arma sína, mörkuðu skólunum stefnu
og sömdu námsskrá fyrir þá, sem 1934 var viðurkennd
af fræðslumálastjórninni, vegna þessa tilraunastarfs. Nú
hafa meir en 30 tilraunadeildir verið stofnðar, og vinna
þær eftir íyrirmælum námsskrárinnar.
Hér er ekki hægt að gera fulla grein fyrir starfi þess-
ara tilraunaskóla. En tvennt má segja, að einkenni það
mest: að gera námið einfaldara en áður og meira aktuelt
(tímabært). í stað þess að deila náminu í margar greinir,
eru mismunandi efni tekin til meðferðar og skoðuð frá
ýmsum hliðum, t. d. landfræðilega, sögulega, náttúru-
fræðilega og frá sjónarmiði félagsfræðinnar. Ferðalög,
heimsóknir á söfn og fornmenjastöðvar m. m. leggja slík
gögn í hendur. Fornmenjar og náttúrugripir eru flutt
heim í skólann og tekin til athugana, umræðu, rannsókna
og til að skrifa um.
Jafnframt því, sem námið er gert einíaldara en áður,
er lögð stund á að færa það nær daglegu lífi og viðfangs-
efnum. í stað þess að berja inn í kollana kunnáttu um
fjarlæg efni, svo sem fljótin í Afríku og fjöll Ameríku,
er tekið til meðferðar líf jurta og dýra, sem daglega ber
fyrir augu, algengustu fyrirbrigði rafmagnsfræði, svo