Viðar - 01.01.1936, Page 166
152
FRÁ ÚTLÖNDUM
[Viðar
síðustu árum á mörgum stöðum verið stofnaðir vinnu-
skólar handa stúlkum, sem lokið hafa fullnaðarprófi.
Starfstími þeirra eru 12 vikur og námsefni þessi:
a) Bókleg kennsla í reikningi, náttúrufræði, garðyrkju
og heilsufræði.
b) Verkleg kennsla í matartilbúningi, geymslu, slátrun,
mjöltun, saumum, þvottum o. fl.
Þessir skólar hafa engu minni vinsældum náð en vinnu-
skólar piltanna, og er aðsókn feikna mikil. Foreldrar
hafa lagt mikið á sig fyrir þessa skóla. Og nú er áfengis-
verzlunin norska farin að styðja skólana fjárhagslega. —
Framhaldsskólar í Noregi, sem nú eru búnir að starfa
um 40 ár og nær eingöngu hafa lagt stund á verklegar
greinir, virðast einnig hafa breytt um stefnu, sumir
hverjir.
Nú er sumstaðar að vakna hreyfing í þá átt, að tekin
sé upp verkleg' kennsla í þessum skólum, smíði fyrir
pilta og matreiðsla og handavinna fyrir stúlkur.
Stefna ýmsra skólamanna í Noregi, sem áhuga hafa
fyrir aukinni verklegri menntun æskulýðsins, er eitthvað
á þessa leið:
1. Breyting á framhaldsskólunum í þá átt, að minnst '/3
af kennslutímanum sé varið til verklegrar kennslu.
2. Að ríkið annist um menntun kennaranna, svo að þeir
verði hæfir jafnt til verklegrar sem bóklegrar kennslu.
3. Hvert hérað verður að fá a. m. k. einn vinnuskóla
handa piltum og annan handa stúlkum.
4. Að fylkisskólar, lýðháskólar og aðrir æskulýðsskólar
verði skyldaðir til að veita kennslu a. m. k. 9 st. á
viku í verklegum greinum.
þegnlegt uppeldi.
Mörg alvarlegustu og erfiðustu viðfangsefni nútímans
eru stjórnmálalegs og þjóðfélagsfræðilegs eðlis. Þessi
vandkvæði eiga sér vafalaust margar og djúpar rætur.