Viðar - 01.01.1936, Page 167
Viðar]
FRÁ ÚTLÖNDUM
153
Ein orsökin mun vera fólgin í afstöðu einstaklingsins til
þjóðfélagheildarinnar og vöntun á sálrænum og siðferði-
legum þroska. Um leið og stórstíg þróun hefir átt sér
stað á flestum sviðum, hefir í þessum efnum verið full-
komin kyrrstaða. Þetta er auðskilið. Kynslóðin, sem nú
stjórnar heiminum, hefir vaxið upp við einfaldari þjóð-
félagsskilyrði en þau, sem nú eru ráðandi. Áður hvíldi
mannfélagshöllin á traustari og stöðugri grunni en hún
gerir nú. Og breytingarnar urðu aðrar og meiri, en nokk-
urn hafði órað fyrir.
Á síðari árum hafa ýmsir skólamenn komið auga á
nauðsyn þess, að kennd væru unglingum og börnum þró-
unarlögmál félagsmálanna ekki síður en fysisk og kemisk
lögmál. Kerchensteiner, einn af höfundum vinnuskól-
anna, tók svo djúpt í árinni, að „eina markmið barnaskól-
anna væri að framleiða nothæfa ríkisborgara.“
í Ameríku hafa verið gerðar tilraunir í þá átt að byrja
kennslu í félagsfræði strax í neðstu bekkjum barnaskól-
anna. Það er leitazt við að fá börnin til að hugsa og starfa
socialt. Þau eru látin sjá og þreifa á veruleikanum með
því að heimsækja bankann, lögreglustöðina, verksmiðj-
urnar og afla sér upplýsinga. — Við aðra skóla þar vestra
er leitazt við að koma á sjálfstjórn í sem ríkustum mæli.
sumstaðar hefir verið gengið svo langt, að börnin hafa
verið látin kjósa fulltrúa í skólaráð fyrir sína hönd. Ein-
um frægasta uppeldisfræðingi Ameríku farast orð á
þessa leið: „Þróun félagsandans og þjóðfélagslífsins er
framtíðartakmark skólans og eina takmark hans.“ — Fyr-
ir tilstuðlan Mr. Wirdt hefir skapazt svonefnt Platoons-
skólakerfi í Gary í fylkinu Indiana. Starfið er fólgið í
reglubundnum æfingum þjóðfélagsverkefna. Mr.Wasburne
í Winetka starfar á svipuðum grundvelli og eyðir nær-
fellt hálfum skólatíma barnanna, frá byrjun til endaloka,
í þessu augnamiði.
Sumstaðar er hliðstætt uppeldi tekið ennþá róttækari
tökum. í Bronxville hjá New York hefst það við fjögra