Viðar - 01.01.1936, Page 169
Viðar]
FRÁ ÚTLÖNDUM
155
sænska bændafjölskyldu í þjóðbúningi. Ég hefi séð því
slegið föstu í norskri landafræðibók handa börnum, að
Islendingar byggju niðri í jörðinni, og að hér þrifist ekki
trjágróður. Orsök slíkra missagna mun vera sú, að kennslu-
bækurnar hafa gengið í arf frá kynslóð til kynslóðar, svo
að segja. En kápan, hatturinn, viðtækið og bíllinn hafa
helzt alltaf þurft að vera „model“ ársins, sem var að líða.
Þetta ár og í fyrra hefir nafnið Abessinía verið á hvers
manns vörum. Hvert einasta blað, mörg tímarit og út-
varpið hafa flutt fregnir þaðan. Allir hafa getað aflað
sér ýmissa upplýsinga um landið á auðveldan hátt. Með
þessar nýjungar sem útgangspunkt er svo hægt að bæta
miklu við vitneskju sína um landið, læra um flóðin í Níl,
loftslag og gróður í Afríku, sögu evrópeiskra nýlendna
þar, baráttuna milli stórvelda nútímans o. 's. frv.
Öflun þessarar þekkingar verður ekki leiðinlegur ut-
anað-bókarlærdómur, hedur skemmtilestur, sém miðar að
því að kynna sér það, sem er að gerast og flestir fylgja
með áhuga. —
Á svipaðan hátt mætti fylgjast með þeirri nýsköpun,
sem er að gerast í Tyrklandi fyrir tilstuðlan Kemal Ata-
túrk’s. Og einmitt þessar vikurnar eru að gerast atburðir
á Spáni, sem gefa svipað tilefni. —
Nú á tímum eru framkvæmd ýms teknisk stórvirki,
sem með góðum árangri má taka til meðferðar við landa-
fræðikennsluna. Sem dæmi má nefna þurrkun Zuidersee,
Litlabeltis-brúna og jarðgöngin miklu undir Mersey-fljót-
ið við Liverpool.
Dæmin, sem ég nefndi, snerta útlönd. Flestar daglegar
fréttir, sem að notum verða við landafræðikennsluna,
koma þaðan. Ef til vill er of miklum tíma varið til að
kenna um föðurlandið en of litlum tíma fórnað framandi
löndum. Það er að vísu gott að vera þjóðlegur og þekkja
landið sitt. En það, sem heima er, verður hálfu skemmti-
legra, þegar hægt er að hafa eitthvað fjarlægt til sam-
anburðar. Sá, sem ferðazt hefir um útlönd, þekkir að