Viðar - 01.01.1936, Síða 171
Viðar] FRÁ ÚTLÖNDUM 157
fræðikennslunni. Þess vegna varð kennslan oft dauð eða
verri en það og jók á engan hátt skilning ungra nemenda
á því, sem náttúran ber í skauti sér. Stundum þvert á
móti. Þetta setti svo smám saman svip á almenningsálitið
og skapaði sérstaka afstöðu manna til hinnar lifandi
náttúru.
A þessu hefir smám saman orðið gagngerð breyting,
og er nú stefnt í þá átt að nota náttúrufræðina sem með-
al, til þess að þroska athyglisgáfuna og um leið skilning
á náttúrunni og virðingu fyrir henni. Þetta leiðir svo
til sjálfstæðra athugana á því, hvernig t. d. dýrin lifa og
berjast baráttu sinni í samræmi við umhverfi og stað-
bundin skilyrði, kennir mönnum að þekkja dýrin á hljóð-
irm, sem þau gefa frá sér, hreyfingum þeirra, dvalarstöð-
um o. s. frv.
En bækurnar héldu áfram að raða niður efninu kerf-
isbundið eftir skyldleika dýranna og jurtanna innbyrðis.
Og niðurröðun dýra og annarra náttúrugripa á söfnunum
hélzt óbreytt kerfisbundin, í stað þess að setja dýr og
jurtir upp í sínu náttúrlega umhverfi.
Það hefir verið stofnað og starfrækt félag í Danmörku:
Bansk Natur-Dansk Skole, sem styður að fræðslu í líffræði
og náttúruvernd. Því hefir orðið talsvert ágengt.
En skólinn verður að taka ýms gögn í þjónustu sína,
segir Ditlevsen, ef unnt verður að ná æskilegum árangri.
Kerfisbundnu söfnunum verður að breyta í biologisk
sÖfn, þar sem dýrin eru sett upp í sínu náttúrlega um-
hverfi, helzt í sambandi við störf sín og bústaði. — Ágæt-
an stuðning má hafa af skuggamyndum og kvikmyndum,
sem þyrftu að vera teknar á ýmsum árstíðum og sýna
sem flestar hliðar gróðurs og dýralífs. En auðugast starfs-
svið hefir náttúran sjálf að bjóða.
Þeirri meginreglu verður að fylgja, að nemendur geri
athuganir sínar á jurtum og dýrum án þess að trufla þau
í starfi sínu, nema nauðsyn krefji. Og aldrei skyldi þeim
gert mein. — Ef þessum reglum verður ekki fylgt, verður