Viðar - 01.01.1936, Síða 172
158
FRÁ ÚTLÖNDUM
[Viðar
heldur ekki aðalmarkmiði starfsins náð. En það er: að
skapa virðingu íyrir lífinu í náttúrunni.
Reynslan hefir hvað eftir annað sýnt, að þegar börn á
þennan hátt fylgjast með störfum jurta og dýra, þroskast
ekki aðeins skilningur þeirra, heldur einnig samúð með
öllu, sem lifir, svo að hin betri þeirra verða verndarar
náttúrunnar en ekki spellvirkjar.
Ef það heppnast skólum nútímans að koma málinu í
þetta horf, þá munu þeir styðja á áhrifamikinn hátt þá
hreyfingu, sem miðar að náttúruvernd. Og þá fyrst er
óhætt að treysta hverri einstakri þjóð til þess að nema
land sitt allt.
Skíðaíþróttin.
Yfirlækninum dr. Helge Dahlstedt, Österásens sanato-
rium, Svíþjóð, íarast þannig orð um skíðaíþróttina:
„Veturinn er kaldasta og óhollasta árstíðin hér hjá
okkur. Þá er krankleiki meiri, dauðsföll tíðari og mót-
stöðuafl manna gegn sjúkdómum minna en á öðrum árs-
tímum. Allir vita, hverja þýðingu sól, birta og ferskt loft
hefir fyrir líf og heilsu. Vetrardagarnir eru stuttir og
hreina loftið kalt. Þess vegna kemur það ekki að fullum
notum. En útiloftið er ágætt heilsulyf, þó að það sé kalt.
Við þurfum að læra að notfæra okkur birtu og hreint
loft þessara löngu vetra. Björtu stundir dagsins eru not-
aðar til kennslu í skólunum, og menn hugsa alltof lítið
út í það, að æskulýðurinn þarfnast mest hreyfingar og
útivistar á meðan dagsbirtan er.
Á víðáttumiklum svæðum lands okkar höfum við á-
gæta aðstöðu til að vinna á móti skaðlegum áhrifum
vetrarins, í heilbrigðislegu tilliti, og fá um leið heillandi
skemmtun. Við eigum æfagömul, þjóðleg samgöngutæki,
sem bjóða upp á holla og skemmtilega íþrótt. Það eru
skíðin. Skíðaíþróttin veitir fjölþætta æfingu öllum líf-
færum líkamans. Það þarf ekki að beita neinum brögðum