Viðar - 01.01.1936, Page 173
Viðarj FRÁ ÚTLÖNDUM 159
til þess að vekja áhuga unglinga fyrir skíðagöngum. Þær
heilla unga jafnt sem gamla og draga þá út á ekrur og
skóga.
Þar sem skortur er á góðum leikfimisölum, og jafnvel
þótt þeir séu fyrir hendi, á að nota skíðaíþróttina í þágu
líkamsmenningarinnar á okkar dimmu og löngu, norrænu
vetrum. Á skíðagöngu fá öll líffæri líkamans, vöðvar,
bein, sinar, liðamót o. s. frv. alhliða og ágæta æfingu.
Sama máli gegnir um innri líffæri, einkum hjarta og
lungu.
Skíðaíþróttina ætti að innleiða í skólum okkar. Hana
œtti meira að segja að stunda sem námsgrein. Það hefir
komið í Ijós, að hún er ágœtt uppeldismeðal. Ég get varla
hugsað mér annað betra en hana, til þess að vernda og
þroska heilsuhreysti æskulýðsins.“
Fræðsla í kynferðismálum.
í marga áratugi hefir þetta vandamál verið á dagskrá
meðal skólamanna og þeirra, er uppeldi láta til sín taka.
En skoðanir hafa verið æði skiptar.
Árið 1934 skipaði „Oslo skolestyre“ nefnd til þess að
gera tillögur í þessum efnum. Formaður nefndarinnar var
dr. med. Otto L. Mohr, prófessor í Oslo. Álit nefndarinnar
var á þessa leið:
1. Fræðsla um kynferðismálin má ekki fara þannig fram,
að litið sé á hana sem sérstaka námsgrein, heldur
sem þátt af náttúrufræðikennslunni.
2. Þessveg'na verður að leggja undirstöðuna að þessari
kennslu strax í smábarnaskólanum.
2. Þegar um er að ræða skýringu á æxlun manna, verður
að kenna drengjum og stúlkum hvorum fyrir sig.
4. Kennslukonur ættu ætíð að veita stúlkunum tilsögn
5- Takmark kennslunnar verður að vera það, að öllum
nemendum sé gefin nákvæm og áreiðanleg vitneskja
um heilbrigð og eðlileg kynferðismál (anatomi og fyT