Viðar - 01.01.1936, Side 176
Í62
FUNDARGERÐ
[Viðar
geti kennaralið skólans ekki gengið í félagsskap héraðsskólakenn-
ara, nema gjörðar væri dálitlar orðabreytingar á lögum hans.
Þær voru þessar:
I. gr. laganna orðist svo: Féiagið heitir Félag héraðs- og alþýðu-
skólakennara.
Aftan við 2. gr., staflið a, bætist orðin: »og alþýðuskólinn á Eið-
um«..
Aftan við orðin »gengi héraðsskólanna« í 2. gr. staflið c, komi
orðin: »og alþýfrnskólans á Eiðimn«.
1 3. gr. aftan við orðin »við héraðsskóla« bætist orðin »eða al-
þýðuskólann á Eiðum«.
Lagabreytingar þessar voru samþykktar í einu hljóði.
Að því búnu gekk í félagið Þóroddur Guðmundsson, kennari á
Eiðum.
II. Kennslubæknr skólanna. — Frummælandi, Guðmundur Ólafs-
scn, talaði fáein orð um í hvaða. námsgreinum skólana vantaði
kennslubækur við þeirra hæfi. Um þetta mál urðu allmiklar um-
ræður.
Nefnd var kosin í málið eftir uppástungu formanns, þeir Guð-
mundur Ólafsson (8 atkv.), Björn Guðmundsson (10 atkv.), Kon-
ráð Erlendsson (7 atkv.). Skyldi nefndin skila tillögum sínum
næsta dag.
III. Afstaða héraðsskólanna til barnaskóla og æðri skóla — Máls-
hefjandi var Þóroddur Guðmundsson. í sambandi við umræður þess
máls lagði Guðmundur Gíslason fram sýnishorn af skriftaræfing-
um nemenda sinna síðasta vetur, þar sem lögð va.r stund á prent-
letursrit í von um greinilegri rithönd síðar.
Nefnd var kosin í málið og hlutu kosningu: Þóroddur Guðmunds-
son (10 atkv.), Eiríkur Eiríksson (8 atkv.) og- Guðm. Gíslason (8
atkv.). Að þessu búnu var fundi frestað til næsta dags.
Skömmu áður hafði bætzt í hópinn sr. Einar Guðnason, kennari
við Reykholtsskóla.
Næsta dag, sunnudaginn 7. júní, var fundur hafinn að nýju.
IV. Skólamir, trúarbrögð og kirkja. — Björn Guðmundsson,
skólastjóri, flutti erindi um reynslu sína i Núpsskóla um áhrif
kristindómsfræðslu og bænahalds í skólanum.
Eftir dálitlar umræður var kosin nefnd, er gjöra skyldi tillögur
um málið, er lagðar yrðu fyrri fundinn.
Kosningu hlutu: Björn Guðmundsson (9 atkv.), sr. Jón Guðna-
son (7 atkv.) og Kristinn Stefánsson (7 atkv.).
V. Skólaritið. — Þóroddur Guðmundsson gaf skýrslu um það,
sem unnið hefði verið að útgáfu sameiginlegs skólarits.