Viðar - 01.01.1936, Side 177
Viðar]
FUNbARGEKÐ 163
Lagði hann fram kostnaðaráætlun fyrir slíku riti. Kvað hann
ritið ekki geta komið út fyrr en í haust.
Um mál þetta urðu töluverðar umræður.
Engar tillögur voru samþykktar um stærð ritsins, útsendingu,
ritstjóralaun o. fl., sem bar á góma.
Var helzt rætt um, að ritið væri 12—15 arkir að stærð og prent-
að í 1200—1500 eintökum og að Núpsskóla gæfist, sökum 30 ára
afmælis hans, kostur á meira. rúmi í ritinu en honum hlutfallslega
bæri þetta ár.
Samþykkt var tillaga fundarstjóra að fela ritnefndinni ákvæðis-
vald í þessum efnum, er hún hefði heyrt raddir þær, er fram komu
á fundinum.
Málið var því næst tekið út af dagskrá.
VI. Kosning eins manns í stjómarnefnd fyriir útgáfu skólabóka.
Fræðslumálastjóri skýrði frá iögunum um ríkisútgáfu skólabóka.
Var töluvert rætt um málið. Samþykkt var svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn skorar á yfirstjórn fræðsiumála að láta á þessu
sumri fara fram skriflega kosningu meðal allra kennara í héraðs-
og gagnfræðaskólum á einum manni í útgáfustjórn skólabóka.
Kosnir skulu 2 menn úr flokki héraðsskólakennara til að fylgja
þessu fram við stjórnina.«
Kosningu hlutu: Guðmundur Gíslason (9 «atkv.) og Kristinn
Stefánsson (8 atkv.).
VII. Kennslubækur. — Nefndin, sem kosin var til að semja til-
lögur í því máli, bar fram svo hljóðandi tillögur, sem voru sam-
þykktar með öllum greiddum atkvæðum:
»Fundur Félags héraðs- og alþýðuskólakennara beinir þeirri á-
skorun til fræðslumálastjórnarinnar, að hafizt verði þegar handa
um útgáfu kennslubóka, er séu í samræmi við stai’fshætti alþýðu-
skólanna.
Væntir fundurinn þess, að undirbúningur þeirrar útgáfu verði
8'jörður í samráði við kenngra hlutaðeigandi skóla. og leitað verði
álits þeirra um form hinna einstöku bóka.
Vill fundurinn benda á það, að fyrst og fremst er aðkallandi
þörf á stuttri eðlisfræði með myndum, þar sem sérstaklega sé veitt
nauðsynlegasta undirstaða um rafmagn og hreyfla.
í öðru lagi á handhægri bók í almennri náttúrufræði (líffræði,
Bioiogi), er geti verið í senn kennslubók fyrir skólana og alþýðleg
fræðslubók.
f þriðja lagi á mannkynssögu, er leggi áherzlu á menningarsögu
þjóðanna.
f fjói-ða lagi annaðhvort í nýrri reikningsbók eða dæmasafni til