Viðar - 01.01.1936, Side 180
[Viðai'
LJtdráttur úr
skólaskýrslum m. m.
Laugaskóli.
Skólaárið 1935 — 36.
Skólinn var settur af skólastjóra 24. október. Hafði setningu
hans verið frestað að ráði heilbrigðisstjórnarinnar um 12 daga frá
auglýstum tíma, vegna lömunarveikisfaraldurs í héraðinu. Urðu,
er til kom, allmikil vanhöld í umsóknum, m. a. sökum óhugar við
faraldur þennan.
Deildaskipun var söm og í fyrra; sjá skólaskýrslu þá. Y. d. var
þó nú höfð óskipt að mestu (sjá síðai') vegna nemendafæðar. Auk
þess var'nú haldið við skólann unglinganámsskeið frá 9. febrúar
til 28. marz.
Skammstafanir: Y. d. = yngri deild, e. d. = eldri deild, b. d.
= báðar deildir (þ. e. y. d. og e. d.), smd. = smíðadeild, unsk.
= unglinganámskeið.
Starfslið skólans.
Skólastjóri var Leifur Ásgeirsson.
Aðrir kennarar voru: Konráð Erlendsson, Þórhallur Björnsson,
Páll H. Jónsson, Ólafur Ólafsson, Erlingur Davíðsson, Hrefna Kol-
beinsdóttir, Katrín Kristjánsdóttir.
Umsjónarmenn voru Þórir Benediktsson og Alfons Kristjánsson,
hringjarar Ásgeir Jónsson og Snorri E. Kristjánsson. ,
Katrín Kristjánsdóttir hafði umsjón með og' vann að ræstingu
skólahússins og' þjónustu nemenda. Skólabryti var Jóhannes
Björnsson. Heiður Sigurðardóttir var ráðskona mötuneytisins.
Tilhögun náms og kennslu.
í aðalatriðum vai' hún svipuð og í fyrra. Fyrir ungiinganám-
skeiðinu verður gerð sérstök grein.
Y. d. var tvískipt í dönsku og í reikningi, eftir kunnáttustigi.
Reikningur var kenndur samtímis í b. d. í 3 flokkum; var skipun
nemenda í þá flokka ekki einskorðuð við deildarfang, og víxluðust
þannig nokkrir milli deilda. Enska var kennd í 2 flokkum; í byrj-
endaflokki voru nemendur úr b. d., en í framhaldsflokki aðeins úr
e. d, — Seinni hluta vetrarins var í málfræði í b. d. og í reikningi