Viðar - 01.01.1936, Qupperneq 181
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
167
í e. d. nemendum skipt í nokkra hópa til sameiginlegs undirbúnings
fyrir kennslustundir undii' forustu og með leiðbeiningu nokkurra
þeirra nemenda, er færastir voru í þeim greinum. 1 söng tóku þátt
aliir nemendur nema 4. Regiulegum smíðanemum var gert skylt að
taka þátt í námi í íslenzku og reikningi, en eigi fleirum bóklegum
greinum; stunduðu þeir bóknám sitt eftir atvikum með e. d. og y. d.
Um breytingar á kennslustundafjölda skal þess hér sérstaklega
getið, að í b. d. var stundafjöldi aukinn í réttritun, reikningi og
dönsku, og að smíðar voru nú kermdar í e. d. sem í y. d. (2 flokkar
í hvorri deild). Féll því að mestu niður eftir hádegi bókleg kennsla
á mánudögum í e. d. og á laugardögum í y. d., er þá var smíðað og
þvottar þvegnir. Nemendur í smd. smíðuðu og muni fyrir skólann í
alls 40 st. hver.
Kennslan skiptist þannig á kennarana:
Leifur Ásgeirsson kenndi íslenzku í b. d., nema réttritun í y. d.,
mannkynssögu, eðlisfræði og reikning í e. d., las fornbókmenntir
með b. d. sameiginlega og leiðbeindi lítið eitt um skrift í y. d., á-
samt Katrínu Kristjánsdóttur.
Konráð Erlendsson kenndi dönsku og' landafræði i b. d. og' reikn-
ing' í y. d., framkomnara flokki.
Þórhallur Björnsson kenndi smíðar í öllum deildum og teikningu
í y. d.
Páll H. Jónsson kenndi söng í öllum skólanum, islendingasögu
og þjóðskipulagsfræði í y. d., grasafræði í b. d., leiðbeindi um lest-
ur í b. d. og sá um útivist stúlkna.
ðlafur Ólafsson kenndi leikfimi í öllum skólanum, heilsufræði og
réttritun í y. d., reikning' í y. d., byrjendaflokki, sund í y. d. fram-
an af vetri, ásamt Erlingi Davíðssyni og leiðbeindi um hríð í lestri
i y. d., ásamt Páli H. Jónssyni.
Erlingur Davíðsson kenndi sund í öllum skólanum og sá um úti-
vist pilta.
Hrefna Kolbeinsdóttir kenndi ensku í 2 flokkum og útsaum í b. d.
Katrín Kristjánsdóttir kenndi sauma í b. d. og' leiðbeindi um
skrift í y. d.
Námsgreinar, kennslustundafjöldi, námsbækur.
Sameiginleg kennsla var í þessum greinum:
Leikfimi. Piltar höfðu 5 stundir á viku og allmargt aukatíma
síðari hluta vetrar (sérflokkur), stúlkur 4 st., nema síðara hluta
vetrar 2 st., vegma forfalla sumra námsmeyja og flokkssmæðar þess
vegna.
Söngutr. Piltar 2 st., stúlkur 2 st., blandaður söngur 2 st.