Viðar - 01.01.1936, Side 184
170
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
semi innan skólans. Voru skemmtanir eða málfundir jafnan laugar-
dags- og sunnudagskvöld og auk þess haldið upp á afmæli sem
undanfarið. Skemmtun fyrir almenning var haldin 31. marz. Erfitt
tíðarfar hindraði að mestu skemmtiferðir. Farin var gönguför að
Goðafossi; var staldrað á Fosshóli við ágætar viðtökur.
Nemendur nálega allir og helmingur kennaraliðs var í mötuneyti
skóians. Dagsfæðiskostnaður varð kr. 1,29 fyrir karla og' kr. 1.05
fyrir konur, hreiniætisvörur til þvotta og' ljós í íbúðum meðreiknað.
Sjúkrasamlag Laugaskóla starfaði sem áður. Almennt heilsufar
var dágott.
Skólanum var slitið af skólastjóra 20. apríl. Konráð Erlendsson
hélt ræðu.
Staddur í Reykjavík, 27. maí 1936.
Leifur Ásgeirsson.
Laugarvatnsskóli.
Skólaárið 1935-36.
Venjuiega hefir skólinn verið settur 1. okt., en sl. haust var hann
ekki settur fyrr en laugard. 19. okt. Mænuveiki gekk víða í land-
inu. Skólar voru því yfirleitt látnir byrja nokkru seinna en venju-
lega.
Guðmundur Ólafsson setti skólann og gegndi skólastjórastörfum
mestan hluta vetrar, vegna. fjarveru Bjarna Bjarnasonar.
Að venju fór fram inntökupróf og var skipt í deildir með hlið-
sjón af því. Breytingar á kennaraliðinu voru ekki aðrar en þær,
að aðstoðarkennari í íþróttum var að þessu sinni ungfrú Þórdís
Þorkelsdóttir, fimleikakennari. Reyndist hún stundvís og góður
kennari. Haustið 1934 var tekin upp sú nýbreytni að hafa við
hreinlætiseftirlit i skólanum sérmenntaða hjúkrunarkonu. Var þá
ráðin ungfrú Ingunn Jónsdóttir. í vetur gegndi ungfrú Marta Ás-
laug Sigurðardóttir þessu starfi. Reynslan hefir sýnt okkur, að
nauðsynlegt er að hafa lærða hjúkrunarkonu á svona stóru skóla-
heimili. Ráðar þessar stúlkur hafa reynzt fyrirmyndarkonur, enda
verður þessu starfi haldið áfram hér.
NemencLur.
1 skólanum voru, auk íþróttaskólanemenda, 138 ungmenni. Voru
50 í efri deild og 88 í neðri deild.
Skiptust nemendur þannig eftir sýslum: Árnessýsla 27, Rangár-
vallasýsla 6, Skaftafellssýslur 8, Múlasýslur 11, Þingeyjarsýslur 8,