Viðar - 01.01.1936, Blaðsíða 185
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
171
Skagafjarðarsýsla 2, Barðastrandarsýsla 2, Snæfellsnessýsla 2,
Mýrasýsla 4, Borgarfjarðarsýsla 8, Gullbringu- og' Kjósarsýsla 10,
Reykjavík 11, Isafjörður 3, Hafnarfjörður 1, Akureyri 1, Vest-
mannaeyjar 1.
Auk fastra nemenda stunduðu nokkrir heimilisfastir unglingar
nám í einstökum greinum. Tveir nemendur fóru úr skólanum eftir
stutta dvöl, vegna veikinda.
Kennarar og skipting námsgreina.
Bjarni Bjarnason kenndi féiagsfræði og uppeidisfræði í íþrótta-
skólanum.
Bergsteinn Kristjónsson kenndi íslenzku, ensku, eðlisfræði, bók-
færslu og' reikning. Björn Jakobsson kenndi heilsufræði, leikfimi
og sund. Þórdís Þorkelsdóttir var honum til aðstoðar við iþrótta-
kennsluna, svo sem fyrr er sagt. Guðrún Eyþórsdóttir kenndi
stúlkum handavinnu. Guðmundur Gíslason kenndi íslandssögu,
mannkynssögu, landafræði, dönsku, skrift, teiknun og reikning.
Guðmundur Ólafsson kenndi íslenzku, bókmenntasögu, ensku og
bókband. Auk þess liélt hann nokkra fyrirlestra í dýrafræði. Einn-
ig gegndi hann skólastjórastörfum, svo sem fyrr er sagt. Ragnar
Ásgeirsson kenndi grasafræði og sænsku. Þórarinn Stefánsson
kenndi piltum smíðar og sá um viðgerð á öilu, sem gekk úr lagi,
utan húss og innan. Þórður Kristleifsson kenndi söng, sönglistar-
sögu, söngfræði, þýzku og íslenzku.
fslenzka. Eldri deild. Setningafræði eftir Freystein Gunnarsson
var lesin, en nokkrum köflum var sleppt. Nemendur lásu og Rit-
reg'iur eftir sama höfund og voru æfðir í stafsetningu með upp-
lestri einu sinni í viku. Auk þess sömdu þeir 10 stíla (ritgjörðir)
um efni, er kennarinn tók til. Lestrarbók Sigurðar Nordals var
höfð við kennsluna. Voru einkum lesin sýnishorn yngri höfunda og'
þá rætt um einkenni þeirra og sögu.
Yngri deiid. Málfræði Benedikts Björnssonar var lesin. Staf-
setningaræfingar eftir upplestri voru í hverri viku, og gjörðir voru
fáeinir heimastíiar. Lestrarbók Sigurðar Nordals var höfð við
kennsluna-.
fslenzk bókrmenntasaga er kennd í fyrirlestrum. Er einn fyrir-
lestur haldinn á viku. Er farið yfir söguna alla á tveim vetrum.
Þennan vetur var farið yfir fornbókmenntirnar til 1300.
Saga. Sögukennslunni var hagað líkt og að undanförnu. Stuðzt
var við íslendingasögu Arnórs Sigurjónssonar í báðum deildum. 1
yngri deild var farið yfir fyrri part sögunnar, komist út að Guð-
brandur Þorláksson. Auk þess fluttu margir nemendur yngri deild-
ar erindi um söguleg efni. 1 eldri deild var farið yfir seinni hlut-