Viðar - 01.01.1936, Síða 188
174
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
föld spjaldskrá hefir verið samin yfir allt safnið og bókunum rað-
að eftir henni.
Ýmsir hafa gefið safninu bækur. Prentararnir Jón Þórðarson og
Jón Helgason hafa gefið flestar bækur. Merkust er gjöf Einars
Munksgaards: Icelandic Manuscripts of the Middle Ages (Myndir
úr ísl. handritum frá miðöldum). Próf. Sig Nordal mun hafa af-
hent öllum héraðsskólunum bók þessa.
Nemendur gjalda 3 kr. hver til bókasafnsins, en 200 kr. er varið
tii þess úr skólasjóði. Úr safninu eru bækur lánaðar daglega og
hjálpa. nemendur bókaverði við afgreiðslu.
Fimleikar og sund er kennt daglega hverjum nemanda. Nokkrum
sinnum var kappsund meðal nemenda á vetrinum.
Áhugi fyrir fjallaferðum á skíðum fer vaxandi. Skólinn léttir
undir með nemendum á þann hátt að lána skíði fyrir afarlága
leigu. ís hélzt á vatninu venju fremur stöðugt í vetur. Skólinn á
íshockeytæki og var sá leikur iðkaður mikið í vetur og er hið glæsi-
legasta sport.
íþróttaskóli Björns Jakobssonar.
Nemendur voru fimm.
Námsgreinar eru: Uppeldisfræði, h'ffærafræði, lífeðlisfræði, fim-
leikafræði, fimleikar, sund, útiíþróttir margskonar og kennsla.
Lágmarkskrafa til inntöku er menntun, sem eigi sé síðri en
tveggja vetra nám á héraðsskóla með góðum árangri, bæði í bók-
námi og íþróttum. Sérstaklega þarf umsækjandi að vera. vel að sér
í íslenzku. Dönsku, eða annað Norðurlandamál, þarf hann að skilja
fyrirhafnarlítið, sé vel hraustur, noti hvorki áfengi né tóbak og
hafi vottorð um þetta frá þekktum, áreiðanlegum manni.
Þetta var 4. starfsár skólans. Allir nemendur luku prófi með
góðri einkunn.
Þessi stutta skýrsla er lítil og ófullkomin mynd af vinnubrögðun-
um í skólanum. Um skólastarfið í heild mætti að sjálfsögðu margt
segja umfram blákalda skýrslu. Því verður þó sleppt hér.
Tilgangur héraðsskólanna og starf þeirra er líkt hugsað alls staðar.
Að vísu gætir persónulegra einkenna í störfunum og sennilega að
einhverju leyti líka í árangrinum. Það er ekki mitt hlutverk að
dæma um það, hvernig þau einkenni hafa mótað starf þessa skóla,
enda enn óráðið. Fæstir þeirra, sem á einn eða annan hátt taka. þátt
í uppeldisstarfinu, gera sér nógu Ijósa grein fyrir markmiði þess.
Af því leiðir, að ekki er leitað uppeldismeðala svo sem skyldi.
Hinir eldri hafa vald á því, hver uppeldisáhrif þeir hafa á börn
og unglinga. Þeir, sem telja öruggt að glæða meðfædd sérkenni