Viðar - 01.01.1936, Qupperneq 190
Í76 ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
ir næturkyrrðina. Kennsla byrjar kl. 8. Öll morgunverk eiga þá að
vera fuiigerð.
Sú heimilisfriðhelgi, sem skapazt hefir með »Stóradómi«, er vel
séð meðal siðlátra nemenda.
í borðstofunni hjá okkur borða um 150 manns. Að loknum mál-
tíðum renna menn augum yfir borðin til þess að ganga úr skugga
um það, hvort nokkrum hafi orðið það á að skilja illa við borðið
sitt. Enginn vill verða fyrir þeirri ásökun.
Fæði kostaði kr. 1.37 fyrir pilta, kr. 1.15 fyrir stúlkur sl. vetur.
Hver nem. fékk að meðaitali allt að IV2 1. af nýmjólk á dag. Kaffi
er ekki notað.
Heimvistarráðskonan, ungfrú Dag'björt Jónsdóttir, sem einnig'
kenndi á matreiðslunámskeiðum skólans, fer nú héðan og tekur við
forstöðu húsmæðraskólans á Isafirði. Hér með eru henni fluttar
þakkir fyrir störfin hér og óskir um velfarnað í nýju starfi.
Nemendur hafa stofnað fjóra sjóði: íþróttatækja-sjóð, sjúkra-
sjóð, Hljóðfæra-sjóð og Fyrsta desember-sjóð. Samtals eru þessir
sjóðir nú að upphæð rúml. 3000 krónur.
Hverirnir eru á vatnsbakkanum. Sandur er i kringum þá. Sum-
argestum þykir gott að grafa sig' í volgan sandinn. Þetta er talin
góð iækning við gikt. Gamall siður var að drekka hveravatn sem
meðal við lasleika.
Ein laug er þarna á hverasvæðinu, sem heitir »Vígða■ laugin«.
Hún er um 40 stiga heit. Fornar sagnir herma að þarna hafi menn
verið skírðir. Ennfremur má telja víst, eftir heimildum, að lík Jóns
Arasonar og sona hans hafi verið þvegin upp úr þessari laug á
norðurleið frá Skálholti.
Bjarni Bjarnason.
Um félagslíf o. fl. á Laugarvatnsskóla.
Það er tilgangur minn með þessurn fáu linum, sem hér fara. á
eftir, að leitast við að gefa eldri nemendum skólans og öðrum, sem
þetta lesa, nokkra hugmynd um félagslíf í skólanum, eins og það
var í vetur, ef ske kynni, að þeir ættu þægilegra með að fylgjast
með þessari þýðingarmiklu starfsemi skólans.
Skólafélagið starfaði með svipuðum hætti og að undanförnu. Fé-
lag'atala var rúml. 150, eða allir nemendur og kennarar skólans.
I stjórn þess voru, auk undirritaðs, Þorgils Stefánsson, gjaldkeri
og Sigríður Jóhannsdóttir, ritari.
Málfundir voru haldnir reglulega annanhvern föstudag, auk
nokkurra aukafunda, sem haldnir voru, þegar einhver sérstök mál-
efni voru fyrir hendi, sem biðu úrlausnar. Umræður tókust mjög'