Viðar - 01.01.1936, Side 193
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
179
inn í kring í sólskininu. Gullfoss var í sínum hrikalega en þó til-
komumikla vetrarbúningi, allur klökugur, og minnti ótvírætt á
veldi kuldans og vetrarins. Það var yfirleitt mjög' tilkomumikið og
skemmtilegt að sjá þessar römmu andstæður »elds og ísa«, semvoru
»ægilegar og tignarfagrar«. Enda mun það fáum úr minni líða,
sem þessa fornfrægu staði hafa séð.
Það óhapp vildi til í ferðinni, að einn af nemendunum sté öðrum
fæti ofan í hverauga við Geysi og brenndist mikið. Varð þetta,
eins og' gefur að skilja, til að kasta nokkrum skugga á ferðina, en
að öðru leyti virtust allir vera vel ánægðir. Nokkrir nemendur fóru
gangandi til Þingvalla. Þá var nokkuð ferðazt um nágrennið, t. d.
farið út á Laugarvatnsvelli, upp á fjall o. s. frv.
Útiíþróttir. Skíðafæri kom aldrei í vetur, en skautasvell gott um
langan tíma. Var þá skautahlaup töluvert iðkað. Farið var í knatt-
leik á ísnum (Hoekey), þegar veður var gott. Mun sá leikur vera
minna kunnur hér á landi, en liann ætti að vera, þar sem hér
eru oft hin beztu skilyrði til slíkra iðkana. Leikurinn er skemmti-
legur og hrífur menn svipað og venjulegur knattleikur, enda svip-
ar honum nokkuð til hans. Þá var og knattleikur stundaður af
kappi og- þó einkum um jólin. Frjálsar útiíþróttir eru nauðsynleg-
ar hverjum ungum manni og væri æskilegt að þær færu vaxandi í
sambandi við starfsemi héraðsskólanna í landinu.
Margt fleira mætti minnast á í sambandi við félagslíf skólans,
læt ég þó hér staðar numið.
Yfirleitt virtist mér það vera samróma dómur allra, að félagslíf
og sambúð nemendanna í skólanum hafi verið mjög góð, enda værí
illt til annars að vita,
Þessi þurru og sundurlausu orð mín enda ég svo með þeirri ósk
og von, að þessi starfsemi skólans megi blómgast og vaxa og verða
berandi þáttur í menntun og menningu hans. Þá er vel. Heill og
heiður fylgi Laugarvatnsskóla!
Þórðw Þorsteinsson.
Reykholtsskóli.
Skólaárið 1935—1936.
Skólasetning fór fram 15. okt. og voru þá flesir nemendur komn-
ir. Alls komu í skólann 90 nemendur, en af þeim voru þrír aðeins
hálfann veturinn. Nemendur skiptust þann veg'eftir héruðum: Borg-
arfjarðarsýsla 18, Mýrasýsla. 22, Snæfells- og Hnappadalssýsla 9,
t>alasýsla 4, Barðastrandarsýsla 2, Isafjarðarsýslur 3, Stranda-
sýsla 3, Húnavatnssýslur 4, Skagafjarðarsýsla 6, Eyjafjarðarsýsla
12*