Viðar - 01.01.1936, Page 194
180 ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
5, Múlasýsla 2, Gullbringu- og Kjósarsýsla 2, Reykjavík 8, Akur-
eyri 1, Hafnarfjörður 1. — í eldri deild voru 40 nemendur, 45 í
yngri deild og 5 í framhaldsdeild. Yngri deildin var tvískipt, en
rými leyfði eigi að eldri deild vær skipt. í framhaldsdeild voru
nemendur búnir undir gagnfræðapróf, aðallega þó í íslenzku,
dönsku, ensku og stærðfræði; aðrar námsgreinir lásu þeir að
mestu sjálfir. Allir piltarnir, nema einn, sem forfallaðist vegna
veikinda, gengn í vor undir gagnfræðapróf við Menntaskólann í
Reykjavík og tóku allir 1. einkunn. Hafa þeir því hiotið réttindi
til að setjast í 4. bekk Menntaskólans. Nokkrir nemendur, sem í
vor tóku próf upp í 2. bekk Kennaraskólans, sóttu málatíma i
framhaldsdeild, eftir því, sem þurfa. þótti. —
Hér þykir ekki ástæða til að setja skrá yfir námsgreinir og
kennslubækur. En auk venjulegra námsgreina fór fram kennsla í
bókfærslu, söng, smíðum, hannyrðum, bókbandi, sundi og fimleik-
um. íþróttum er fórnaður meiri tími en nokkurri annarri náms-
grein. Erlend tungumál er ekki skyida að nema, en nemendur geta
vaiið milli dönsku, ensku og þýzku. Hver nemandi getur verið þátt-
takandi í tveimur tungumálum, enda. sé hann þá aðeins byrjandi i
öðru.
Kennarar hafa skrifleg skyndipróf, hver í sinni kennslugrein,
nokkrum sinnum á vetri. Vorprófið er eingöngu skrifiegt. í eriend-
um málum er þó jafnframt kannaður framburður.
Burtfararprófi luku 33 nemendur og hlaut Jakob Jónsson frá
Varmalæk í Borgarfirði hæstu einkunn, 9.57 í meðaleinkunn. Allir
nemendur bjuggu í skólanum og hér á staðnum, nema einn, sem
gekk frá næsta bæ, en hér hafði hann þó fæði. — Einn megintil-
gang skólans tel ég þann að skapa skemmtilegt og gott heimilis-
iíf, en einkenni þess eru heizt þessi: Mönnuð framkoma, stundvísi
og reglusemi við nám og starf, heilbrigt félagslíf, þiifnaður, og'
snyrtimennska, hófsemi og sjálfstjórn. Nemendum eru gefnar regl-
ur um alla þessa. hluti og brýnt fyrir þeim, hvílíka þýðingu þetta
hefir fyrir hvern einstakíing og fyrir hvert heimili. — Hver starfs-
dagur byrjar kl. 7 að morgni, en þá eru allir vaktir með bjöllu-
hringingu. Kl. 7% er snæddur morgunverður. Kennslustundir eru
frá kl. 'l'-'A—11. Tíminn frá 11—12 er ákveðinn til útivistar, göngu,
leikja eða íþrótta. Miðdagsverður kl. 12. Kl. 1—4Y\ kennslustundir.
Kl. 5—7 sitja nemendur við lestur í kennslustofunum undir eftir-
liti kennara. Kvöldverður kl. 7. Heimsóknir pilta í stúlknaherberg'i
og gagnstætt eru ekki leyfðar eftir kvöldverð. Kl. 10% er húsinu
iokað og þá á að vera komin á kyrrð.
Málfundafélagið starfaði iíkt og áður. Fundir voru haldnir að
jafnaði tveir á mánuði. Skólabiaðið Mímir, sem er handskrifað,