Viðar - 01.01.1936, Side 199
Viðai'] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
185
1. í íslenzku var lesin málfræði B. Björnssonar, öll bókin í báð-
um deildum, en miklu ýtarlegar í eldri deild. Réttritunaræfingar
voru í annari hvorri viku en heimag'erðar ritgerðir hina vikuna. 1
eldri deild var bókmenntasaga tveir tímar í viku. Sonatorrek var
skýrt og lesið ýtarlega. Síðan var kennt í fyrirlestrum um helztu
höfunda, allt frá fornskáldum til nútímahöfunda. Lesbók Sig'. Nor-
dals var notuð við kennsluna.
2. Islendingasaga Arnórs Sigwrjónssonar lesin með skýringum
kennara, fyrri hlutinn í yngri deild og' síðari hlutinn í eldri deild.
3. Mannkynssaga var kennd í fyrirlestrum. Mest stuðzt við H.
G. Wells. Haldnir 10 fyrirlestrar um þróunarsögu mannkynsins, fram
að ritöld, annars í eldri deild rækilegast kennt um sögu 19. og 20.
aldar. Nemendur skrifuðu eftir kennara yfirlit um alla söguna,
einkum menningarsögulegt, og vörðu til þess miklum tíma
seinast í upplestrai'fríi fyrir páska.
4. Landafræði. Kennt um ísland og helztu nágrannalönd í yngri
deild. 1 eldri deild farið yfir allar útálfur. Bækur: »Land og lýð-
ur« og Landafræði Bjarna Sæmundssonar.
5. Náttúrufræði. Fyrri vetur grasafræði í báðum deildum. Síð-
ari vetur dýrafræði (Bj. Sæm.) í eldri deild. Mikið fellt úr um er-
lend dýr, en miklu bætt við bókina munnlega um ísl. fugla og fiska.
Grasafræði síðari vetur kennd í yngri deild og lesnar Plönturnai'
eftir St. St., fyrst framan af. En er á leið var bókinni sleppt og'
nomendur rituðu grasafræði eftir fyririestrum kennara. Grasasafn
notað við kennsluna.
6. Danska. Notuð bók Jóns Ófeigssonar í báðum deildum. Báðar
deildir gerðu skriflegar æfingar vikulega og lærðu málfræðina.
7. Enska. Lesin Geirsbók og í eldri deild Lærebog foi' Mellem-
skolen. Nemendur gerðu skriflegar æfingar í eldri deild.
8. Eðlisfræði var kennd í fyrirlestrum í eldri deild, stuðzt við
Sundorph. Mjög mikill bagi að vöntun kennsluáhalda.
9. Stærðfræði var kennd í báðum deildum eftir reikningsbók Ól.
Daníelssonar. Verkefni einnig gefin úr öðrum bókum.
10. Heilsufræði kennd eftir bók Ásg'. Blöndal með miklum skýr-
ingum og viðaukum kennarans.
11. Leikfhni. Nemendum skipt í 3 flokka. og hafði hver flokkur
4 tíma í viku.
12. Söngur var mjög mikið kenndur báða veturna, bæði í frjáls-
um tímum og föstum kennslustundum.
13. Sökum þess, hve stúlkur voru fáar hinn fyrri vetur, varð
eigi lagt mikið kapp á handavinnu. Síðari veturinn unnu stúlkur
óvenju mikið að fatasaum, litsaum, prjóni og hekli. 16 stúlkur unnu
alls rúmlega 130 stykki. Stúlkurnar stóðust að jafnaði fullt eins