Viðar - 01.01.1936, Page 200
186
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
vel próf í bókfræðum, þrátt fyrir hina miklu vinnu, sem þær höfðu
umfram piltana.
14. Vegna rúmleysis í skólanum var eigi hægt að kenna piltum
aðra vinnu en bókband. Seinni veturinn bundu nemendur 100 bæk-
ur en kennari 50. Alls voru bundnar 100 bækur fyrir skólann síð-
ari veturinn.
VI.
Upplestur. Próf. Síðari hluta vetrar hófst upplestur þannig,
að nemendur fengu vikulega skrifleg úrlausnarefni úr námsgrein
hverri. Vissu þeir fyrir, úr hverjum þætti greinarinnar mundi
spurt. Urðu þeir að vera undirbúnir að gefa í einni kennslustund
50—70 skrifleg svör, tekin af handahófi úr þeim þætti. Þetta jók
þeim eigi aðeins kapp og námsmetnað, heldur jók og' skilning
þeirra og hugsun, því þeir vissu af reynslu, að spurningarnar voru
ekki aðeins miðaðar við minni þeirra, heldur eigi síður skilning og'
athugun. Voru nemendur fyrir vorpróf búnir að fara þannig yf-
ir alla námsgreinina og svara 350—400 atriðum, er kennari taldi
mesta. nauðsyn á að munuð væru og rétt skilin.
Með þessum hætti voru nemendur vel undir vorprófið búnir. Var
vorprófið skriflegt í öllum greinum, krafizt 70—120 skriflegra úr-
láusna, sem tekin voru af handahófi úr allri námsgreinmni, frá
fyrstu kennslustundum til síðustu. Einkunnagjafir voru einfaldur
útreikningur. Allt rétt reiknað 10 en síðan stiglækkandi eftir fjölda
rangra eða vantandi svara.
VII.
Starfshxttir. Félagslíf. Nemendum var skipað í vinnuflokka. 4
voru saman í flokki, er ræsta skildu öll herbergi, er notuð voru
sameiginlega, svo sem kennslustofur, ganga o. s. frv. Vann hver
sá flokkur 8. hvern dag hinn fyrri vetur, en 11. hvern hinn síðari,
og skildi ræstingu lokið kl. 7.30 að morgni. Aðrir vinnuflokkar
hjálpuðu í eldhúsi, báru á borð og af borði, gengu um beina, ræst-
uðu ílát, flysjuðu jarðepli o. s. frv. Vann hver sá flokkur 15. hvern
d'ag og voru 3 í hverjum, hinn síðari vetur. Nemendur hirtu og
herbergi, þvoðu föt sín og sléttuðu og þjónuðu sér að öllu sjálfir
undir leiðsögTi kennslukonu.
Dagleg' starfsskrá var sem hér segir: kl. 7: Þvottamenn klæðast.
Kl. 7.30: Almenn fótaferð. Kl. 8—8.50: Kennsla. Kl. 8.50: Dagverð-
ur. Kl. 9—11: Kennsla. Kl. 11—12: Otivist. KL 12—12.40: Hádeg-
isverður. Kl. 12.40—3.30: Kennsla. Kl. 3.30: Miðdagsdrykkur, Kl.