Viðar - 01.01.1936, Síða 201
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
187
4—5: Kennsla eða frjáls störf. Kl. 7: Kvöldverður. Kl. 9—10:
Skemmtanir.*) Kl. 11: Allir háttaðir.
Matarfélag starfaði í skólanum og voru í því allir heimamenn,
45—50 fyrri vetur en 60—65 síðari vetur. Ráðsmaður var Áskell
Jónsson en ráðskona Ingibjörg Levy. Reynt var að lifa sem mest á
innlendum mat. Keypt var 1 1. á mann daglega af mjólk. Fæðis-
kostnaður var kr. 1.29 fyrir karla. og kr. 1.17 fyrir konur fyrri vet-
urinn en kr. 1.22 fyrir karla og kr. 1.09 fyrir konur hinn síðari
vetur.
Félagslíf var mjög gott og sambúð nemenda og kennara góð. Báða
veturna starfaði skólafélag, er hélt málfundi annaðhvert fimmtu-
dagskvöld. Skiptust nemendur á um að hafa framsögn mála. Ritað
skóla.blað var lesið á fundi hverjum og rituðu um 20 nemendur í
blaðið hvorn vetur, en blaðið var ritað inn í bundnar bækur og er
það eftir báða veturna á þriðja hundrað síður í 4 blaða broti. —
Skemmtinefnd var kosin á fundi hverjum og sá hún um skemmt-
anir næsta hálfan mánuð. Dans var um aðra hverja helgi, en um
hina helgina varð skemmtinefnd að finna aðrar skemmtanir.
Báða vetuma héldu nemendur stórar skemmtisamkomur, sína
hvorn veturinn og sáu einir um allar skemmtanirnar, söng, ræðu-
höld, sjónleik, leikfimisýningu, dans o. fl. Var ágóðanum varið til
bókakaupa (um 200 krónum alls). Fyrri veturinn var skólanum á
Blönduósi boðið á samkomuna. Síðari veturinn var samkoman að
skólaslitum og handavinnusýning um leið.
VIII.
/þróttanámsskeið og harulavinnukennsla fór fram næsta mán-
uöinn eftir skólaslit, bæði vorin. Voru á fyrra námsskeiðinu 27
nemendur en hinu síðara 39. I vor sem leið voru % nemendanna
stúlkur, sem lögðu aðaláherzlu á saumanám, en tóku þó fullan
þátt í sundi og leikfimi.
IX.
Framkvæmdir. 1 fyrravor var hafið að byggja við skólann, hald-
ið áfram að byggja til vesturs samkvæmt teikningunni. Byggður
var kjallari og ein hæð, en síðar á að byggja 3. hæðina ofan á.
*) Þessi tími var mjög frjáls. En skemmtinefnd lét þá oft lesa
upp kvæði eða syngja. Stundum söfnuðust menn þá að hlýða á út-
varp. En oft var tíminn tekinn til lesturs, ef mikið var að lesa
undir morgundaginn,