Viðar - 01.01.1936, Page 202
188
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
Báðar hæðir voru hólfaðar, og fékkst aukin geymsla, íbúð handa
20 nemendum og einum kennara. Kennari, skólastjóri og nemendur
unnu að byggingunni með 4 smiðum.
Miklar umbætur voru gerðar á gamla húsinu, sem aldrei var
fullgert áður. Mikið var smíðað af húsgögnum, þar á meðal 16
borð, 12 rúmstæði og 8 skápar, auk rækilegrar aðgerðar í eldhúsi,
sem aldrei hafði verið fullgert áður.
Skólinn hélt um sumarið uppi matarfélagi fyrir verkamenn, seldi
[)eim fæði og rak gistihús. Gistihúsið var mjög sótt framan af
sumrinu, þar til hraðferðir hófust og gisting minnkaði þar, sem
annarstaðar á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Haustið 1935 fékk skólinn ágæta bókagjöf, sem er rækilegar
minnst á í sérstakri grein í ritinu.
Vorið 1936 störfuðu á Reykjaskóla 12 nemendur frá Hólum á
jarðræktarnámsskeiði. Var sú nýbreytni tekin upp að undirlagi
landbúnaðarráðherrans, Hermanns Jónassonar, að jarðræktarnám
búnaðarskólanna. færi eigi ætíð fram heima. Þar er nú orðið minni
umbótaþörf en á flestum öðrum jörðum á landinu. Var þetta. hið
fyrsta, sem gert var að jarðrækt á Reykjaskóla. Helztu störfin
voru þessi: Byrjað var á öflugum framræzluskurði á merkjum of-
an við skólalandið, og nokkur hluti hans fullgerður. Ræst var fram
kringum hverinn og stór landspilda neðan við hverinn fullræsr
fram. Er auðvelt að leiða heitt vatn um allt þetta svæði, ög er það
ætlað til garðræktar. Áður rann mikið af köldu vatni í hverinn og'
\’ar umhverfi hans allt forarmýri. Byggður var garður um hitaveit-
una og um leið göngubraut upp að gufubaðinu við hverinn, en áður
voru pípurnar berar, svo oft kólnaði í húsinu í frosthríðum. Gerð-
ir voru þrír garðar allstórir, yfi 1000 ferm. samtals, og sáð í þá
jarðeplum, káli og rófum. — Ofan við skólann voru áður stór,
þýfð holt með djúpri gróf, sem veitti vatni heim að skólanum.
Þetta. land var gert að sáðsléttu með jöfnum halla frá skólanum,
og' fór til þess mikil vinna. Loks var plægt og herfað að nokkru
allstór landspilda sunnan við skólann en eigi fullgerð til túnræktar.
ar. —
X.
Enn er margt ógert á Reykjaskóla, meira en við flesta aðra
skóla landsins. En þó hygg' ég, að vinum hans sé það ekki óbiandið
hryggðarefni. Hann er unglingur, sem er að vaxa. og' þarf að vaxa.
Með vexti hans fylgir fjör og líf, ef áfram miðar á ári hverju, þótt
hægt fari. En ef vöxturinn teppist, þá fyrst finna feður hans og'
vinir til hryggðar og áhyggju um framtíð hans. Gömlum og' nýjum