Viðar - 01.01.1936, Síða 203
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
189
nemendum er gott að koma árlega og sjá, hvað áfram miðar. Það
skerpir áhugann fyrir skólanum, og það eykur tryggð manna til
skólans að berjast fyrir umbótum hans.
Reykjaskóli er vel sveit settur. Frá Hrútafirði er örskömm leið
í Dalasýslu og Barðastrandarsýslu. Strandasýsla, og Húnavatnssýsla
liggja að firðinum. Þessar fjórar sýslur hafa margt sameiginlegt:
Sviplikt iandslag og gróðurfar, veðurfar og atvinnuhætti, sviplíka
menningu, mikil samkynni og ætternisbönd. Um eitt skeið var
skólinn í Ólafsdal lang mest sóttur úr sýslum þessum og' hafði holl
og varanleg áhrif á menningu þeirra.
Reykjaskóli viil geta orðið arfþegi ólafsdalsskólans sem menn-
ingarstoð þessara héraða. En til þess að það verði, verður hann að
eiga virka og starfa.ndi vini um öll þessi héruð.
Hvað liggur næst fyrir? Hvað á að gera næsta ár?
Sveitamenning þarf fyrst og fremst að vera verkmenning. Hér-
aðsskólarnir vilja innræta nemendum sínum virðingu fyrir vinn-
unni. í Þingeyjarsýslu, þar sem héraðsskóli hefir lengst starfað,
sést mestur árangur af verknáminu. Það eru til heimili í sýslunni,
þar sem nemendur af alþýðuskólanum hafa byg'gt allan bæinn að
nýju og smíðað flest húsgögnin eigin höndum og nemendur af
húsmæðraskólanum ofið og' saumað gluggatjöid, teppi, rúmklæði,
dúka. og annað, sem kvennahendur g'eta gert til prýðis heimila. Slík
heimiii bera mjög annan blæ en hin, sem hróflað er upp áf verka-
mönnum, sem fara frá öllu háifgerðu, og búin síðan af handahófi
eftir tilviljun sundurleitrar erlendrar borgartízku. — Það, sem
mest liggur á á Reykjaskóla er, að efla verklegm kennsluna. Og
það verður gert. í haust verður byggt smíðahús, í vetur verður
ráðinn smíðakennari.
Næstmesta nauðsynjamálið er raflýsing skólans. í þurrkunum
undanfarin sumur hefir komið í ljós, að varia. er vatnsafli að
treyst kringum skólann, svo trygg yrði vatnsorkustöð. Ég' hefi
fengið áætiun frá Raftækjaeinkasölu ríkisins um mótorstöð, 4.5
kilowött með 70 ljósum og nokkru afgangsafli. Mundi sú stöð
kosta kr. 4000 uppkomin og eyða alls á klst. olíu og smurningu
fyrir 23 aura. Er það margfalt minna en nú eyðist til olíuljósa T
skólanum. Skólanefnd og skólastjóra er hið mesta- áhugamál að
koma upp rafstöðinni hið aHra fyrsta, en eigi mun þar lagt út í
fjárhagslegar ófærur.
Hið þriðja, sem gera þarf, er ræktun við skólann. Hvergi í þess-
um héruðum mun svo vel faliið til ræktunar garðávaxta. Er ág'ætt
skjól undir vatnsleiðslugarði. Má hita. allt svæðið með hveravatni,
og jarðvegur er þar góður og djúpur mýrajarðvegur, sem auðvelt
er að bæta með skeljasandi og þara, eftir því sem hverri ræktar-