Viðar - 01.01.1936, Page 205
Viðai'j
Fréttir af nemendum.
Frá nemendum Laugarvatnsskóla
árið 1935-1936.
Þótt það væri í fyrstu ákveðið, að þeir nemendur, sem eru í sam-
bandinu, skrifuðu og sendu fregnir af sér og' öðrum, hafa fáir
g'jört það. Hitt vitum við þó, að fáir hafa viljað missa af frétta-
pistlinum undanfarin ár, þótt af vanefnum sé gjörður.
Ólafur H. Bjarnason vinnur í Kaupfélagi á Reyðarfirði. — Hall-
dór Guðbrandsson er bóndi í Skálmholti og er nýlega kvæntur. —
Helgi Erlendsson er bóndi á Söndum í Stöðvarfirði. — Haukur Jör-
undsson hefir lokið námi og er kominn heim í Skálhoit. — Marsibil
Bernharðsdóttir er við afgreiðslu Nýja-Dagblaðsins og Tímans í
Reykjavík. — Ólafur Guðmundsson og Baldur Kristjónsson fóru
báðir á Olympíuleikana í sumar. — Helgi Geirsson var farkennari
í Boi'garfirði í vetur, sigldi til Þýzkalands í vor. — Kjartan Jó-
hannesson var í Samvinnuskólanum í Reykjavík í vetur. — Egill
Þorfinnsson lærir skipasmíði í Reykjavík og stundaði nám í Iðn-
skólanum. — Ólína Jónsdóttir var á Kúludalsá síðastliðinn vetur.
— Karl Kr. Kristjánsson var vinnumaður á Hurðarbaki. — Jón
Emil Guðjónsson var forfallakennari við barnaskólann í Reykjavík.
— Halldór Jörgensson er sjómaður en vinnur að húsbyggingu í
sumar. Hann er trúlofaður heimasætu á Akranesi. — Guðbjarni
Þorvaldsson lærir mjólkurvinnslu á Akureyri sem áður. — Ólafur
Guðjónsson er giftur í Hnífsdal og ha.fa þau Filipía eignazt son.
Ólafur stundar sjómennsku. — Sigríður Eiríksdóttir er gift báts-
formanni á Stokkseyri. — Pétur Jóhannsson er bílstjóri sem áður.
Hann og fólk hans er nú flutt í nágrenni Reykjavíkur, Sogamýrina:
— Hálfdán Hannesson vann í görðum á Laugarvatni, eftir að hann
kom frá síldveiðum í fyrra sumar. Fór til Vestmannaeyja, er kominn
var vetur. — Guðmundur Guðmundsson frá Hnífsdal stundar sjó-
mennsku alian ársins hring. Er heima. Hann sendir okkur bréf við
og við. — Valdemar Elíasson er verzlunarmaður við kaupfélagið á
Rauðalæk í Holtum. — Sig'ríður Böðvarsdóttir stundar nám við Ijós-
mæðraskólann í Reykjavík og' útskrifast þaðan í haust. — Torfi
Markússon lauk námi við Hvanneyrarskólann í vor. — Jón A.
Ti'yggvason er þjónn á gistihúsinu »Gullfoss« á Akureyri. — Grím-