Viðar - 01.01.1936, Page 206
192
FRÉTTIR AF NEMENDUM
tViðai'
ur Gíslason var á búnaðarskólanum á Hvanneyri, útskrifaðist
þaðan í vor og hélt svo heim. — Jón Bjarnason kenndi fimleika og'
fleira við hinn myndarlega barnaskóla Skeiðamanna. Fór á Olymp-
íuleikana í Beriín. — Ólöf Símonardóttir vinnur við gistihúsið á
Laugarvatni. Þar vinnur og Helga Bergmundsdóttir. Helga og Ein-
ar A. Helgason á Patreksfirði eru heitbundin. Hún var á Patreks-
firði síðastliðinn vetur. Kynntust hér á Laugarvatni. — Katrín
Árnadóttir kenndi við smábarnaskóla í Hafnarfirði í vetur. Er i
Reykjavík í sumar. — Hermann Guðjónsson var við verzlun í Sand-
gerði í vetur. Er heima í Ysi á sumrum. — Kjartan Sveinsson hef-
ir mest verið í Reykjavík og vinnur við ýmislegt, t. d. miðstöðvar-
og raflagningar. — Guðrún Bjarnardóttir vinnur við mjólkurfélag'
á Akranesi. — Daníel Ágústínusson er útskrifaður úr kennaraskól-
anum. Er nú flokksstjóri við vegagjörð í Árnessýslu. — Júlíus
Geirsson er giftur bóndi á Syðsta-Hóli í Skagafirði. — Ingibjörg
Heiðdal hefir lokið námi í Samvinnuskólanum. Á þeim skóla voru
einnig Skálholtssystur, Guðleif og Guðrún. — Sigríður Lárusdóttir
(Donna.) er gift á Siglufirði. — Hans Jörgensson smíðaði hús á
Akranesi í fyrrasumar. Var á íþróttaskóla Björns Jakobssonar a
Laugarvatni síðastliðinn vetur og la.uk þar námi. — Þorkell Sig-
urðsson er kvæntur og farinn að búa vestur í Grundarfirði. Er
formaður fyrir útgerðarsamvinnufélagi þar. — Grímur Ögmunds-
son hefir keypt föðurleifð sína, Syðri Reyki í Biskupstungum og
reisti þar bú og byg'gði þar steinsteypuhús í vor. — Þórarinn Sæ-
mundur Lýðsson vann að bókbandi og veltti tilsögn í því við héraðs-
skólann á Reykjum í Hrútafirði í fyrra. — Helgi Vigfússon var
kennari í Þingvallasveit i vetur. Er í sumar á Björk í Grímsnesi.
— Ármann Pétursson vinnur við kaupfélag í Hvolhreppi. — Þór-
arinn Hallgrímsson var á kennaraskólanum í Reykjavík síðastlið-
inn vetur. Er nú trúlofaður systur Kristjáns Eliassonar frá Elliða.
—■ Hjalti Jónsson, Jón Gestur Jónsson og Ásgeir Markússon voru í
Menntaskólanum á Akureyri. — Leifur Haraldsson vinnur í sumar
að skurðagjörð við nýbýlin í Flóanum, sem sumir kalla Síberíu. —
Kolbeinn Guðnason starfar á Litla-Hrauni í sumar, heima í vet-
ur. Dvaldi þá um tíma á Laugarvatni og batt bækur. — Þóra
Björnsdóttir er trúlofuð bílstjóra í Biskupstungum, er heima á
Vatnsleysu. — Svafar Ólafsson er að læra skraddaraiðn á Akra-
nesi. — Bjarni Gíslason vann á Laugarvatni við húsbyggingu um
tíma í vetur. Er annars heima. — Kristín SigurðardÖttir var í vist
í Reykjavík í vetur. — Helgi Kristófersson vann með dragald
(dráttarvél, traktor) í fyrra. — Guðný Jónsdóttir var ráðskona við
mötuneyti seyðfirzkra sjómanna í Keflavík í vetur. — Ásta Snæ-
björnssen vinnur á símstöðinni á Borðeyri. — Júlíus Jónsson ók