Ný saga - 01.01.1988, Side 14

Ný saga - 01.01.1988, Side 14
Auður G. Magnúsdóttir Ekki verdur annað séð en frillubörn hafi átt sér nokkra framavon - og arfs - með ýmsum ráðum. Pað er því auösætt að kvennafar ástsælla söguhetja okkar, og tíð ástmeyjaskipti, voru ekki „ villimennska “ ein, heldur kannski árangursrík baráttuaðferð, og í mörgum tilfellum þaulskipulögð. Og varla hafa feður verið þvingaðir til að láta dætur sín- ar af hendi til að gegna frillu- stöðu. Frillur þeirra Þórðar og Þorgils hefðu án efa getað notið þeirra forréttinda að giftast, efnahagsins vegna, og sama má segja um Valgerði á Keldum, Þóru Eiríksdóttur og fleiri. Margar frillur voru af göfugum og/eða auðugum ættum og ólíklegt er að for- réttindunum að geta gifst hafi verið fórnað fyrir ekki neitt. Frillusambönd voru oft og tíðum hrein hagsmunasam- bönd, kaup kaups, eins og hjónaband, samið var um gagnkvæmar skyldur. Þeir Þorgils skarði og Gissur höfðu fyrir frillur dætur Gunnars Klængssonar. Skyldi Gunnar ekki hafa náð mikil- vægari samböndum með mægðum við þá tvo en hann hefði náð með mægðum við þá bændur sem dætrunum var hugsanlega jafnræði að? Illugi Gunnarsson var til dæmis í hópi helstu foringja Norð- lendinga á alþingi 1262 og naut sennilega mægða. Þótt staða frillna og óskilgetinna barna hafi verið óörugg sam- kvæmt ákvæðum Grdgdsar og Jónsbókar voru margar leiðir til að komast yfir hindranir. Ekki verður annað séð en frillubörn hafi átt sér nokkra framavon — og arfs — með ýmsum ráðum. LOKAORÐ Ef á heildina er litið má því greina fjórar ástæður fyrir frillulífi íslendinga á þjóð- veldisöld. I fyrsta lagi höfðu margir ekki efni á að gifta sig, en þeir gátu ekki heldur með góðu móti átt margar frillur, vegna framfærsluskyldu föður eða föðurættar óskilgetinna barna. Stórhöfðingjar á borð við Sæmund Jónsson hafa hugs- anlega heldur ekki fundið sér neina samboðna. I þriðja lagi eru dæmi þess að sjálfur Amor hafi beint boga sínum að hjörtum sögu- hetja eins og Jóns Loftssonar og Ragnheiðar Þórhallsdótt- ur. Fjórða skýringin á fjöllyndi höfðingja þjóðveldisaldar virðist geta verið sú að með frillulífi hafi mátt koma sér upp neti bandamanna. Frillu- lífi hafi á svipaðan hátt og hjónaband treyst stöðu þeirra sem að því stóðu, karlsins annars vegar og fjölskyldu konunnar hins vegar. Fjöl- skyldu hennar gat verið hagur af samböndum við sér hærra setta og komist til nokkurra mannvirðinga í krafti „fjöl- skyldutengslanna“ og höfð- ingjar þurftu á liðsstyrk að halda á válegum tímum Sturl- ungaaldar. Það er því auðsætt að kvennafar ástsælla söguhetja okkar, og tíð ástmeyjaskipti, voru ekki „villimennska" ein, heldur kannski árangursrík baráttuaðferð, og í mörgum tilfellum þaulskipulögð. Ast- in flutti greinilega ekki fjöll í þá daga, heldur skynsemin. Er kannski óhætt að taka undir með Einari Olafi Sveinssyni, þegar hann skrifar um Sturl- ungaöld árið 1940: Sýnilegt er, að sambönd karla og kvenna hafa oft verið heldur lausleg á Sturlungaöld og menn skamma stund milli kvenna, en ef þetta er borið saman við þá öldina sem okkur er kunnust, þá tutt- ugustu, hljóta þá ámælin um 13. öldina að hjaðna niður eins og froða.18 Tilvísanir 1. Jónsbók, 1904, bls. 69. 2 íslenskt fornbréfasafn, I, bls. 262-263. 3. íslenskt fornbréfasafn I bls, 237. 4. Jónsbók, 1904, bls. 83. 5. Grdgds, Staðarhólsbók Kaupmannahöfn, 1879. bls. 167. 6. Gunnar Karlsson, „Kenningin um fornt kvenfrelsi á Islandi“, Saga 1986, bls. 68. 7. Sturlunga saga I, 1946, bls. 242. 8. Sturlunga saga I, 1946, bls. 308. 9. Sturlunga saga 1,1946, bls. 280. 10. Olafía Einarsdóttir, „Staða kvenna á þjóðveldisöld. Hugleiðingar í ljósi samfélags og efnahagskerfis“, Saga 1984, bls. 13. 11. Ólafía Einarsdóttir, „Staða kvenna á þjóðveldisöld. . . Saga 1984, bls. 13. 12. Sturlunga saga II, 1946, bls. 66. 13. Sturlunga saga II, 1946, bls. 218. 14. Biskupasögur I, 1858, bls. 284. 15. Biskupasógur I, 1858, bls. 284. 16. Biskupasögur 1,1858, bls. 286. 17. Sturlunga saga I, 1946, bls. 262. 18. Einar Ólafur Sveinsson, Sturlungaöld, bls. 67. 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.