Ný saga - 01.01.1988, Side 20

Ný saga - 01.01.1988, Side 20
Þorleifur Óskarsson hans var verð togaranna meginástæðan. Togaraeig- endur hafi viljað bíða í hálft annað ár, eða þar til verðið hefði lækkað. Einar segist hafa komist að því árið 1947, hvaðan þeir hafi fengið þessa hugmynd. Breskur ráðherra, John Strachey, hafi sagt sér frá afstöðu togaraeigenda í Bret- landi. Þeir hefðu sagt við stjórn Verkamannaflokksins árið 1945, að þeir vildu bíða eftir lægra verði.19 Einar hefði raunar ekki þurft að frétta af afstöðu breskra togaraeigenda eftir neinum krókaleiðum. Islensk stjórnvöld fylgdust grannt með gangi mála í breskum skipasmíðastöðvum. I ágúst 1945 fékk Nýbyggingarráð þær upplýsingar, að breskir togaraeigendur hefðu barið lóminn yfir háu verði og aðeins örfáir samið við skipa- smíðastöðvarnar. Fulltrúar Nýbyggingarráðs fluttu botnvörpuskipaeigendum tíðindin og létu fylgja að þess væri e.t.v. skammt að bíða, að Bretar færu að hugsa sér til hreyfings. Því væri um að gera að vera á undan þeim, svo bið- in eftir nýjum framleiðslu- tækjum yrði ekki óbærilega löng.20 Vel getur verið að breskir togaraeigendur hafi talið rétt að bíða átekta. En slíkt hið sama þurfti alls ekki að gilda um íslenska botnvörpuskipa- eigendur. Allt aðrar aðstæður blöstu við þeim. Nægir þar að nefna þá fyrirgreiðslu, sem stjórnvöld buðu upp á. Hag- stæð stofnlán hefðu átt að vega upp á móti háu verði og gott betur. Þar að auki höfðu togaraeigendur hvorki trygg- ingu fyrir því, að þeir fengju að kaupa togara þegar þeim dytti í hug, né heldur að þeir ættu þá kost á hagkvæmum lánum. A fundi F.I.B. um haustið 1945 sagði formaður félagsins, Kjartan Thors, að ekki yrði leyft að flytja inn fleiri togara á næstu árum.21 Hann var með öðrum orðum að benda mönnum á, að nú væri annað hvort að hrökkva eða stökkva. Verð togaranna hefur eflaust haft einhver áhrif í einstaka tilfellum, en er langt frá því að vera einhver grund- vallarskýring á doða einka- framtaksins. Enn fráleitara væri að halda því fram, að einkaaðilar hafi ekki haft efni á að kaupa ný skip. Sennilega hefur aldrei fyrr verið eins auðvelt að fjár- magna togarakaup og einmitt að þessu sinni. Stofnlánin skiptu auðvitað mestu í þessu sambandi, en þar að auki hafði fjöldi einkaaðila stórgrætt á stríðsárunum. Starfandi tog- arafélög voru a.m.k. ekki á flæðiskeri stödd. Allt frá 1941 höfðu þau safnað nýbygging- arsjóðum í skjóli skattfríð- inda. Inneignir einstakra tog- arafélaga hafa eflaust verið mjög misjafnar, en heildar- upphæðin er nokkurn veginn á hreinu. Nýbyggingarsjóðir botnvörpuskipaeigenda námu samtals þrjátíu milljónum króna í árslok 1945, en það samsvaraði 40% af kaupverði þrjátíu togara, eins og það var áætlað á sama tíma. Þar að auki áttu félögin sína gömlu togara og vátryggingarfé þeirra skipa, sem farist höfðu á stríðsárunum.22 Fjárhagur togarafélaganna var talinn svo góður, að Landsbankinn var- aði við því, að veita of há stofnlán. Togaraeigendur ættu nóg af peningum og lánin gætu allt eins leitt til þess, að eigið fé útgerðarinnar nýttist ekki sem skyldi.21 Vitnisburdir samtímaheimilda sýna fram á gott samstarf og benda alls ekki til þess, aö stjórnvötd hafi þurft að medhöndla togaraeigendur eins og hverja aðra óþekktarorma. En það var ekki nóg að eiga peninga. Kjarni málsins er auðvitað sá, að án gróðavon- arinnar skipti í raun litlu, hvort einkaaðilar hefðu fullar hendur fjár eða tvær tómar. Þeir eyddu því aðeins pening- um í togara, að þeir eygðu sæmilega möguleika á gróða í framtíðinni. Horfurnar í sjáv- arútveginum í stríðslok voru ekki hagstæðar sjónarmiðum sem þessum. Mikil óvissa ríkti, en þó var hægt að ganga að einu vísu; að erfiðleikar væru fram undan. Nýsköpun- arstjórnin var einmitt harð- lega gagnrýnd fyrir það, að ætla að kaupa í einum grænum ný framleiðslutæki fyrir mörg hundruð milljónir króna, en skeyta engu um rekstrar- grundvöll atvinnuveganna. Stjórnarandstæðingar, Fram- sóknarflokkurinn og öfl í Sjálfstæðisflokknum, bentu á að fyrst ætti að hlúa að rekstr- argrundvellinum og síðan að byggja upp öflugt atvinnulíf. Sumir töldu meira að segja, að öruggur rekstrargrundvöllur mundi gera afskipti ríkis- valdsins óþörf; einstakling- arnir mundu sjálfkrafa sjá um nýsköpun atvinnulífsins.24 Áhersla stjórnarandstæð- inga á öruggan rekstrargrund- völl var þörf áminning. Mál- flutningur þeirra byggðist hins vegar á hæpnum forsend- um. I fyrsta lagi var togara- útgerðin ekki rekin með tapi árið 1945 og það var reyndar ekki fyrr en síðla árs 1949, að taprekstur blasti við togara- eigendum. Það var því hægara sagt en gert að knýja fram kjaraskerðingu, eins og stjórnarandstæðingar vildu, eða þá aðrar óvinsælar ráð- stafanir vegna væntanlegra erfiðleika einhvern tíma á næstu árum. Menn vissu að 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.