Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 30

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 30
Sigurður G. Magnússon HUGARFARIÐ OG SAMTÍMINN Framþróunarkenningin og vestræn samfélög1 Eitt af helstu einkenn- um sagnfræðilegrar umfjöllunar er tím- inn. Sagnfræðingar hafa gjarnan afmarkað umfjöllun sína við ákveðin tímaskeið, t.d. ævi manns, valdatíð ákveðinnar ríkisstjórnar eða tímabil ákveðinna efnahags- þrenginga, svo nokkuð sé nefnt. Ef umfjöllunin nær yfir lengri tímabil svo sem áratugi eða aldir einbeita þeir sér oft að afmörkuðum fyrirbærum eða atburðum. Þar má nefna æviferil einstaklings, þróun einstakra atvinnugreina, vöxt og viðgang bæjarfélaga o.s.frv. Þeir sagnfræðingar sem leggja stund á þá grein sagnfræðinnar sem kallast bugarfarssaga róa á nokkuð önnur mið. Einkenni á rann- sóknum hugarfarssögunnar eru m.a. löng tímaskeið og oft taka rannsóknir þeirra á sig svip heildarsögunnar. Þessi einkenni hugarfarssögunnar hafa orðið þess valdandi að æ fleiri sagnfræðingar hafa snúið sér að rannsóknum á hugarfarslegum efnum. Astæðan er m.a. sú að mörg- um sagnfræðingum hefur þótt brýnt að leita eftir heildar- mynd af sögu ákveðinna þjóðríkja eða jafnvel heims- álfa. Með öðrum orðum: smá- atriði persónu-, pólitískrar og jafnvel hagsögu hafa orðið þess valdandi að menn hafa ekki séð skóginn fyrir trján- um. Eíugarfarssagan hefur á hinn bóginn gefið sagnfræð- ingum kost á heildarsýn yfir svið sögulegrar þróunar. Með orðinu hugarfar er átt við meðvitaðar og ómeðvitað- ar hugmyndir eða viðhorf ein- staklinga í þjóðfélaginu, nokkurs konar heimssýn hvers og eins. Eitt helsta vandamál hugarfarssögunnar er tengt heimildum og túlkun þeirra. Hvernig á t.d. að lesa út úr heimildum ómeðvitaðar hugmyndir fólks á 16. öld? Við þessari spurningu hafa fengist mörg mismunandi svör sem ekki verða reifuð hér, en hins vegar hafa ýmsir sagnfræðingar gengið full- langt í túlkunum sínum og gleymt einni helstu skyldu sagnfræðinnar, sönnunar- byrðinni.2 Niðurstöður hug- arfarssögunnar hafa sömu- leiðis orðið tilefni deilna í hópi fræðimanna um hvers eðlis hin sögulega þróun var. Margir hallast að þeirri sögu- skýringu sem oft hefur verið nefnd framþróunarkenningin (modernization theory). Hún hefur einkum verið notuð til að skýra vestræna reynslu á nýöld (frá 1500 til okkar daga). I stuttu máli má segja að kenningin skýri þau tengsl sem voru á milli þeirra fjöl- mörgu þátta sem tóku stakka- skiptum í vestrænum samfé- lögum á nýöld. Hér er um að ræða samfélög sem voru að stórum hluta dreifbýl með veikri miðstýringu ríkis en breyttust yfir í iðnaðarsamfé- lög með áhrifamikla og virka Einkenni á rannsóknum hugarfarssögunnar er m.a. löng tímaskeiö og oft taka rannsóknir þeirra á sig svip heildarsögunnar. Hvernig á t.d. að lesa út úr heimildum ómeövitaðar hugmyndir fólks á 16. öld? stjórnun. Það má því segja að kenningin taki saman þá þræði sem leiddu til þeirra breytinga sem iðnbyltingin fól í sér, en þar ber hæst iðn- væðingu framleiðsluaflanna og þéttbýlismyndun. Það skal skýrt tekið fram að þessi kenning hefur verið harðlega gagnrýnd af mörgum fræði- mönnum og ekki síst fyrir það að hún þykir vera hlaðin því gildismati að allt gamalt sé af hinu „vonda“ en nútíminn af hinu „góða“. Hér verður að sjálfsögðu leitast við að sneiða hjá slíkri misnotkun á kenn- ingunni. Þess í stað verður annars vegar lögð áhersla á þá spennu sem myndaðist milli gamla og nýja tímans og hins vegar togstreituna sem skap- aðist milli þeirra stétta sem gengu mishratt í gegnum breytingaskeið nýaldar. Hér verður því haldið fram að breytingarnar sem urðu á hugarfari fólks á fyrri hluta nýaldar (16.-18. aldar) hafi haft gífurleg áhrif á hvernig vestræn samfélög 19. og 20. aldar þróuðust. Þá verður leit- ast við að skýra hugarfarssög- una í ljósi þessara breytinga. Það verður að koma skýrt fram að ekki er ætlunin að varpa ljósi á heildarsögu Vest- urlanda síðustu fimm aldirn- ar, heldur aðeins að draga fram í dagsljósið fáein atriði sem skýrt geta þýðingu hug- arfarssögunnar. I lokin verður litið til Islands og hugað að því hvort framþróunarkenn- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.