Ný saga - 01.01.1988, Side 33
HUGARFARIÐ OG SAMTÍMINN
III meðferð á dýrum, börnum og föngum var algeng
á fyrrihluta nýaldar. Á þessu varð mlkil breyting á 18.
öld með breyttu tilfinningallfi fólks. Börn voru áður
afskiptar verur sem vart töldust mannlegar fyrr en
þau náðu ákveðnum aldri. Síðar urðu þau
miðpunktur athygli og umhyggju á heimilum. Hreint
ótrúleg grimmd var áður þekkt í garð dýra og t.d. má
nefna að algengt var að þau væru misnotuð
kynferðislega. Síðar fór fólk I æ ríkara mæli að taka
sér gæludýr og leggja sig fram um góða meðferð
þeirra. Nýjar hugmyndir vöknuðu um betri meðferð á
föngum. Opinberar aftökur voru skemmtanir sem
drógu að sér mikinn fjölda fólks hverju sinni. Síðar
var litið á þær sem óhugnanlegan verknað sem var
fordæmdur af þorra almennings.
við að einstaklingurinn var
nær brennidepli en áður, sem
m.a. kom fram í leit að nýjum
leiðum til úrlausnar á vanda-
málum þjóðfélagsins og al-
mennri framfaraþrá. Hins
vegar er víst að Burke hefur á
réttu að standa með tilvísun
sinni í þýðingu lýðfræðilegra
breytinga. Mannfjöldi
Evrópu meira en tvöfaldaðist
á fyrrihluta nýaldar, sam-
kvæmt niðurstöðum hans,
eða úr 80 miljónum í 190 milj-
ónir manna.8 Erfitt getur
reynst að meta áhrif þessa á
samfélagið en þó má nefna
eignasviptingu bændastéttar-
innar, lækkun launa og vöxt
þéttbýlis sem dæmi um helstu
niðurstöður mannfjöldaþró-
unarinnar.9P>éttbýlisþróunin er
hér sérstaklega mikilvæg.
Borgum, með yfir 100000
íbúa, fjölgaði úr fjórum árið
1500 í 23 um 1800.'° Hér er
nauðsynlegt að staldra við og
gera að umtalsefni þau áhrif
sem þessar breytingar höfðu á
hugarfar fólks.
I fyrsta lagi hafði fólki
fjölgaði ört í nýjum þéttbýlis-
kjörnum en slíkt umhverfi var
fyrir flesta bæði nýtt og fram-
andi. Hver fjölskylda stóð
mikið til ein í sinni daglegu
baráttu og var í litlum tengsl-
um við aðra íbúa slíkra staða.
Með þessum fólksflutningum
leið undir lok tímabil hinna
hefðbundnu samfélaga þar
sem tengsl fólks voru mikil og
náin. Þorpið var í raun mikil-
vægari eining en fjölskyldan.
Þau gildi sem voru í hávegum
höfð í þorpunum dugðu ekki í
borgunum. Til þess var eðlis-
munur samfélaganna of mik-
ill.”
I annan stað fór þáttur fá-
tækra, sérstaklega öreiga, vax-
andi í þéttbýliskjörnum. Yfir-
stéttin sem fylgdist með þess-
ari þróun, fylltist bæði
skelfingu og viðbjóði á hátt-
erni og framferði þessa
„ótínda lýðs“. Mikil hræðsla
greip um sig hjá yfirstéttinni
vegna hins öra vaxtar öreiga-
stéttarinnar. Hræðslan ýtti
undir herferð hinna fyrr-
nefndu gegn ýmsum þáttum
alþýðumenningarinnar og
helst þeim sem gátu talist
hættulegir reglu og siðferði
þjóðfélagsins. Þar má nefna
uppskeruhátíðir, drykkjusiði
almennings og almertna frí-
daga alþýðunnar.12
I þriðja lagi er rétt að gera
að umtalsefni mjög flókin
tengsl milli nýrrar efnahags-
légrar tilhögunar samfélagsins
og tilfinningalífs þjóðfélags-
þegnanna. Bandaríski geð-
sjúkdóma- og sagnfræðingur-
inn Carol Z. Stearns hefur
haldið því fram að með flókn-
ari samsetningu þjóðfélagsins
hafi sálarlíf almennings tekið
stakkaskiptum. I gamla
bændasamfélaginu giltu
ákveðnar reglur um hegðan
fólks og ef brugðið var út af
þeim greip þjóðfélagið til
sinna ráða. I hinu nýja þétt-
býlissamfélagi dugðu þessar
reglur ekki lengur en í stað
þeirra tók við nokkurs konar
innri stjórn hvers einstakl-
ings, sjálfsstjórn, sem að áliti
Stearns varð einn af horn-
steinum fyrir vexti og við-
gangi vestrænna. samfélaga."
Sem dæmi má nefna að óbeisl-
uð reiðiköst einstaklinga gátu
orðið mikið vandamál í stóru
samfélagi ókunnugra. Sá sem
fékk slík köst gat ekki með
nokkru móti reiknað út hver
viðbrögð samferðamannanna
yrðu, nokkuð sem hann gat í
gamla samfélaginu. Því var
eðlilegt fyrir þann hinn sama
að reyna að hafa hemil á skapi
sínu. Yfirstéttin ýtti sömu-
leiðis mjög undir að vissum
umgengnisreglum yrði fylgt.
Af þessum sökum ályktar
Stearns að vaxandi þéttbýli og
fólksfjöldi hafi gefið einstakl-
ingshyggjunni byr undir báða
vængi, þar sem einstaklingur-
inn varð miðdepill allrar
ákvörðunartöku í þjóðfélag-
inu. Það sama má segja um
aðra tilfinningalega útrás ein-
staklinga. Hún var beisluð á
ýmsan hátt.
31