Ný saga - 01.01.1988, Page 37
HUGARFARIÐ OG SAMTÍMINN
Á 18. öld urðu töluverðar breytingar á kynlífi fólks.
Pessar breytingar stóðu að sjálfsögðu í sambandi
við vaxandi áherslu á einkalífið en þær voru
mögulegar vegna aukinnar þekkingar á
getnaðarvörnum. Siðferðisgildi voru þó mismunandi
hvað konur og karla snerti. Konum var ætlað að hafa
hemil á kynlífslöngun sinni og njóta kynlffsins aðeins
með maka sínum og þá í hófi. Ástæða er til að ætla
að karlasamfélagið hafi átt þátt í mótun þessara
gilda þar sem allar hömlur á kynlífi gáfu þeim
„ástæðu" til að leita ásta annarra en
eiginkvennanna. Slikt gerðu þeir og ótæpilega. Hins
vegar er Ijóst að þessi gildi fengu góðan hljómgrunn
meðal kvenna. Þær vissu að aukið kynlíf jók líkurnar
á barneignum. Fleiri börn þýddi erfiðari fjárhag
heimilisins og minni tíma til að sinna þörfum hvers
barns. En buddan og barnauppeldið var einmitt á
ábyrgð eiginkvenna í millistéttarfjölskyldum á þessu
tímabili.
„IÐNBYLTING
ÍSLENDINGA“
Okkur hefur orðið tíðrætt
um þróun hugarfars í Evrópu
á nýöld í ljósi framþróunar-
kenningarinnar. Nú vendum
við okkar kvæði í kross og
hugum að því hvort eða
hvernig framþróunarkenn-
ingin gæti orðið að liði þegar
litið er til Islands og þróunar
hugarfars hér á landi. Vett-
vangur okkar verður seinni
hluti 19. aldar og fyrri hluti
þeirrar 20., það skeið í sögu
þjóðarinnar sem oft hefur
verið nefnt mesta umbrota-
tímabil íslandssögunnar.
Flestir fræðimenn sem hafa
fjallað um þetta tímabil eru
þessarar skoðunar. Einn segir
t.d. að tímabilið 1874—1940 sé
„hið merkasta í sögu landsins.
Aldrei hafa orðið jafn mikil-
vægar breytingar á atvinnu-
háttum og högum lands-
manna.“'9 Annar segir að
notkun gufuafls í íslenskum
sjávarútvegi hafi orðið „hér
sem annars staðar undirrót
mikilla breytinga. Togaraút-
gerð fól í sér iðnbyltingu ís-
lendinga."20 En hverjar voru
þessar stórstígu breytingar og
eru þær þess eðlis að við get-
um talað um byltingu í ís-
lensku þjóðfélagi? Eins og
áður hefur komið fram verða
svörin sem hér verða gefin
frekar í ætt við vangaveltur en
niðurstöður ítarlegra rann-
sókna. Þeirri hugmynd verð-
ur varpað fram að í raun hafi
ekki orðið hér bylting, þar
sem hugarfar landsmanna tók
ekki verulegum breytingum
fyrr en komið var fram yfir
árið 1940. Bylting felur ekki
aðeins í sér breytingar á ytri
búnaði samfélagsins heldur
fyrst og fremst nýja hugsun,
nýjan skilning á aðstæðum
hvers og eins. Það er hins veg-
ar alveg ljóst að breytingar
áttu sér stað hér á landi um og
eftir aldamótin 1900. Fyrst er
að nefna þær lýðfræðilegu
breytingar sem fólust í fjölgun
þjóðarinnar og búsetuskipt-
um. Þungamiðja alls þjóðlífs
fluttist úr sveitum landsins til
sjávarsíðunnar. Þéttbýlis-'
kjarnar spruttu upp með nýj-
um atvinnuháttum og meiri
möguleikum til framfærslu.
Lýsing sem þessi er öllum
kunn, en hvað þýddi það í
raun og veru að flytjast í þétt-
býlið? Um 1900 var þéttbýli á
Islandi smá eining. Lang-
stærsti þéttbýliskjarninn var
Reykjavík sem taldi um 6000
manns. Reykjavík fór þó ört
vaxandi, þannig að um 1915
voru liðlega 14000 íbúar í
bænum.21 Þessi tala var komin
upp í 28000 íbúa árið 1930.22
Það liggur í augum uppi að
tengsl Reykjavíkur, og reynd-
ar enn frekar smærri bæja og
kauptúna, við sveitina voru
gríðarleg. Að þessu hafa verið
leidd sterk rök sem sýna. svo
ekki verður um villst að
Reykjavík hafi í raun verið eitt
stærsta landbúnaðarhérað
landsins.23 Orðið þéttbýli er
því á vissan hátt villandi vegna
þeirra sterku ítaka sem sveita-
menningin hafði innan bæjar-
marka Reykjavíkur. Með öðr-
um orðum: breytingin sem
fylgdi því að flytja úr sveit í
bæ hefur ekki verið jafn mikil
og búast hefði mátt við í
fyrstu. Fjölmargir bæjarbúar
stunduðu einhvers konar bú-
skap í bænum eða sóttu í
kaupavinnu til sveita hluta
ársins.
Snúum okkur næst að at^
vinnuháttunum. Það fer ekki
á milli mála að áherslurnar í
íslensku atvinnulífi breyttust
mikið með eflingu sjávarút-
vegs. Tækifæri til framfærslu
urðu fleiri en áður þekktust.
Alþýða manna gat nánast
óhindrað ruglað saman reit-
um sínum í þéttbýlinu og var
um leið laus við ýmsar kvaðir
bændasamfélagsins. Sam-
skipti urðu meiri og fjöl-
breyttari. Það var hreinlega
við meira að vera, bæöi hváð
varðaði tómstundir og vinnu.
Við getum því sagt að hegð-
35