Ný saga - 01.01.1988, Page 42
Helgi Þorláksson
GRÁFELDIR Á GULLÖLD OG
VOÐAVERK KVENNA
Ferdalöngun
íslendinga og ótti vid
menningarlega
einangrun hetur
vafalítið átt þátt i því
hversu tiðrætt
fræðimönnum hefur
orðið um
utanlandsferðir
forfeðranna á eigin
skiþum hvert á strönd
sem var og hversu
þeir dást að þeim.
s
Iapríl árið 1915 sigldi
skrautbúið skip fyrir
landi, hinn glænýi Gull-
foss. Undirbúningur að stofn-
un Eimskipafélagsins hófst ár-
ið 1912 og þegar fossarnir
komu, fannst mönnum rætast
draumurinn sem Jónas Hall-
grímsson lýsti svo fagurlega í
ísland farsælda frón um
skrautbúin skip í eigu íslend-
inga sem færðu varninginn
heim; þráðurinn var nú tekinn
upp að nýju eftir að íslending-
ar höfðu misst verslunina úr
höndum sér um 1200 og gengu
Noregskonungi á hönd. Menn
töldu að söguleg reynsla sýndi
að sjálfstæði yrði ma. best
tryggt með því að kaupskip
væru í eigu íslendinga sjálfra.1
Gullfossi var fagnað inni-
lega árið 1915 og eins fögnuðu
menn skipum sem síðar
komu. Td. var sérstök við-
höfn þegar nýjum Gullfossi
var fagnað árið 1950.2 Nýjum
flugvélum var líka fagnað og
var fjölmenni úti á flugvelli
þegar nýjar farþegavélar
komu. Ekki veit ég hvenær fór
að draga úr þessum fagnaðar-
látum en etv. breyttist þetta
einkum um 1970, eins og svo
margt.
FJÖRUGT
FERÐALÍF
Menn hafa ekki látið sér
nægja að benda á að íslensk
hafskip fyrri tíma hafi tryggt
íslendingum pólitískt sjálf-
stæði og fjárhagslega velferð.
f>au eiga líka að hafa tryggt
blómlega menningu og fræði-
menn hafa verið iðnir við að
benda á það. Jón Jóhannesson
ritaði árið 1956 í Islendinga
sögu sinni um íslensk hafskip
og forfeðurna ma. þetta:
Af heimildum má ráða að
þeir hafi siglt um öll Norð-
urlönd, Bretlandseyjar og
jafnvel til landanna sunnan
og austan Eystrasalts, auk
Grænlands og Norður-
Ameríku. Þá var ekki hætt
við menningarlegri ein-
angrun sökum fjarlægðar-
innar við önnur lönd. . . .
En er skipin þraut, mátti
búast við hnignun í menn-
ingarefnum.3
Jón er hér undir miklum
áhrifum frá Boga Th. Melsteð
og riti hans um ferðir, sigling-
ar og samgöngur á þjóð-
veldisöld, sem er rúmlega 320
blaðsíðna samantekt og birtist
árin 1912-14, einmitt þegar
unnið var að stofnun Eim-
skips. Bogi telur að Islending-
ar hafi ferðast geysimikið og
ritar um utanferðirnar að þær
hafi verið sem menningarskóli
sem margir hinir bestu og
efnilegustu yngri menn þjóð-
arinnar gengu í. Ennfremur
segir Bogi: „Gáfur Islendinga
fengu betur notið sín af því að
þeir fóru oft erlendis og
dvöldu þar árum saman.“4
Sjálfur vísar Bogi til Þorvalds
Thoroddsens sem ritar:
Það lagði hinn fyrsta
grundvöll til gullaldarinn-
ar í íslenskum bókmennt-
um að göfugustu og mestu
framkvæmdamenn lands-
ins voru lærðir en að
fræðalystin jókst og hélst
var mjög mikið að þakka
hinu fjöruga ferðalífi.
Ferðalöngunin var þjóð-
inni innrætt síðan á vík-
ingaöldinni . . .5
Jón Jóhannesson minnist á
að landsmönnum hafi verið
hætt við menningarlegri ein-
angrun þá er skipin þraut en á
sjötta áratugnum þegar Jón
gaf út bók sína gerðu menn sér
líklega tíðrætt um einangrun
landsins. Islendingar voru þá
sem óðast að eignast æ stærri
flugvélar og var siður að fagna
þeim með ræðum þar sem
stefið var oftast hið sama:
„Einangrun Islands hefur nú
verið rofin“. Ovíst er að Is-
lendingar séu hræddari við
nokkuð meira en einangrun,
nema þá etv. mikil erlend
áhrif. Menn hafa kannski
verið hræddir um að sam-
göngur féllu niður og þjóðin
yrði hungurmorða í hallæri en
miklu fremur hafa menn ótt-
ast einangrun í menningarefn-
um, að verða viðskila við
menningarþjóðir, dragast aft-
ur úr, verða heimóttarlegir og
hlægilegir. Um þetta er fjöldi
dæma og nægir að nefna að í
fornum sögum kemur oft
fram að Norðmenn hæðast að
því sem þeir kalla tómláta
mörlanda og hlæja að þeim.
Það gerði einnig klerkurinn í
Lynn á Englandi sem fór með
hlátri og spotti, rétti fram
mörbjúga hinni hægri hendi
að líkneski Þorláks helga og
sagði: „Viltu, mörlandi, þú ert
40