Ný saga - 01.01.1988, Side 43

Ný saga - 01.01.1988, Side 43
GRÁFELDIR Á GULLÖLD OG VOÐAVERK KVENNA mörbiskup'1.6 Eins og nærri má geta varð höndin kreppt og klerkur mátti sig hvergi hræra. En hér er líklega góð vísbending um það hvernig Islendingum var strítt erlend- is. Ottinn við menningarlega einangrun á sér etv. ekki síður sálrænar en sögulegar orsakir og er kannski samkenni eyjar- skeggja hvarvetna. Á sjötta áratugnum voru líka einlægt einhverjir að segja frá utanlandsferðum sínum í útvarpinu og byrjuðu oft svona: „Góðir Islendingar. „Út vil ek“, sagði Snorri. Út- þráin hefur löngum einkennt Islendinginn“. Ferðalöngun Islendinga og ótti við menn- ingarlega einangrun hefur vafalítið átt þátt í því hversu tíðrætt fræðimönnum hefur orðið um utanlandsferðir for- feðranna á eigin skipum hvert á strönd sem var og hversu þeir dást að þeim. Hugmynd- in um menntunargildið í utan- landsferðum Islendinga á 11. og 12. öld kemur fram hjá Þorvaldi Thoroddsen, Boga Th. Melsteð og Jóni Jóhann- essyni, eins og áður gat, en hún kemur líka fram í skrifum Björns Þorsteinssonar, Sig- urðar Líndals o.fl. Björn ritar að ellefta og tólfta öldin hafi verið blómaskeið íslenska þjóðveldsins. Islendingar eru þá mjög í förum erlendis, segir hann, og tileinka sér hámenn- ingu samtímans.7 Sigurður rit- ar ma. að Islendingar hafi vegna kynna af umheiminum haft „að ýmsu leyti gleggri þekkingu á landaskipan heimsins en aðrar þjóðir.“s Rök fræðimanna fyrir því að Islendingar hafi ferðast mikið eru einkum þau að skipaeign landsmanna muni hafa verið mikil framan af og einnig sýni samningur einn við Olaf konung helga frá 11. öld að Islendingar muni hafa stundað landaleit. Þá hafa Is- lendingar stundað pílagríms- ferðir og er frægast að í bók einni frá klaustrinu á Eynni auðgu, Reichenau, í Rínar- hólmum við Boðnarsjó, eru nöfn Islendinga, etv. alls 13, og eru talin vera frá 12. öld.9 Þetta er túlkað svo að píla- grímsferðir hafi verið tíðar. Loks er að nefna að klerkar virðast hafa ferðast mikið því að Páll biskup Jónsson lét telja presta í biskupsdæmi sínu um 1200 af því að hann óttaðist að mikil ferðalög þeirra úr landi yllu prestaskorti. MENNINGAR- VITAR Nú hafa margir Islendingar ferðast um í heiminum án þess að veita miklum menningar- straumum til landsins og vafa- laust hafa margir farið píla- grímsferðir til Rómar án þess að flytja með sér hámenningu samtíðar sinnar til Islands. En þeir fræðimenn sem nota orð- in hámenning og menningar- straumar og nefna bestu menn og göfugustu og mestu fram- kvæmdamenn í þessu sam- bandi, eiga fyrst og fremst við Isleif biskup, Gissur son hans, Sæmund fróða, Jón biskup Ögmundsson, Hall Teitsson, Gissur son hans og biskupana Þorlák og Pál og fleiri scm eiga sér hliðstæður í Sigurði Nordal, Halldóri Laxness, Kristjáni Albertssyni, Thor Vilhjálmssyni, Ólafi Ragnari, Hannesi Hólmsteini og ótöldum öðrum. I heimildum frá 13. öld staf- ar miklum ljóma af forfeðrun- um á 11. og 12. öld. I Kristni- sögu segir að Sæmundur fróði hafi verið besti klerkur sem verið hefur á Islandi, Mork- inskinna segir að Noregskon- ungur hafi sagt að gera mætti þrjá menn úr Gissuri Isleifs- syni, víkingahöfðingja, kon- ung eða biskup, og skv. Jóns- sögu sá Danadrottning fyrir þegar Jón Ögmundsson var barn að aldri að hann yrði biskup. Um Hall Teitsson segir í Hungurvöku að hann fór víða erlendis og gat talað mál innfæddra hvar sem hann kom. Samkvæmt Haukdæla- þætti var Gissur sonur hans betur metinn í Róm en nokk- ur íslenskur maður annar af mennt sinni og framkvæmd, eins og þar segir, en Páll bisk- btflvrr nn- Apioíti kcrkncf U.mMKo- k 4>th \j\?tarrfu í , pcrHt. hJJlu-t AA.tr AAitUumrQA Ádl-r- ÁÁJlTmíUl’J' 1 cka- 1 lurt’’ H q-ch t ■ l UUrttt' lacprcr-AULf Cmh ( 1U ).l VJotumjr- Atiflultn ■ Gudnyyiukit udkr Ru-Gnw.^- Z4U t.V Ú N.do”i.*r Au-I’in ha'jyrl.ib 2.t.rder-5rnimdo- . , - , f - . $rr>turUu- 6cnrtt>í5. u ,( Tr.v Uu<\- Bfrrolb.C&miN ^ pV M^rulA.1 ' ÞvrciMrr'. • < » k-rtartT' Koofrrr Clwnr.n •Á U.un, . r T. » £t*Tp*rr-' i'i * Kuorlpm k iLt i bvkV l"fírm.t lurlcTr.t Hctitn.tn 1 h**g Cuii Islendingar á Eynni auðgu. Hluti af bls. 159 í bræðralagsbókinni í Reichenau frá 12. öld. Efst stendur Hislant terra en sídar koma ma. nöfnin Vigdís, Vilborg, Kolþerna og Þuríður og átta önnur, líklega karlanöfn. Óvíst er að allt þetta íslenska fólk hafi verið í eynni heldur má vera að sumt hafi verið keypt þar undir bænahald án þess að hafa gengið suður. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.