Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 47

Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 47
GRÁFELDIR Á GULLÖLD OG VOÐAVERK KVENNA Bryggjuskipid. Myndin sýnir fyrstu tilraunir við að endurgera miðaldaskip sem fannst við uppgröft á Bryggjunni í Björgvin. útlöndum. Ætli Sæmundur fróði hafi átt hafskip? Reri hann kannski á teinæringi til meginlandsins eða fór hann bæði fram og aftur á selsbaki? Ef erlendir kaupmenn hafa ekki hafið Islandssiglingar að marki fyrr en um 1100, eins og líklegt er, má vera að íslend- ingar 11. aldar hafi verið í vandræðum með að komast yfir íslandsála. í fjórða lagi er á það að benda að hugmyndin um mikla verslunarsiglingu ís- lendinga á 12. öld á ekki við nægilega sterk rök að styðjast; blómaskeiðið er talið standa til um 1200 en hafskipa í eigu íslendinga er einungis getið fimm sinnum á öldinni og aldrei eftir 1170. Þetta var Jóni Jóhannessyni að sjálfsögðu ljóst enda gerði hann ráð fyrir hægfara hnignun: Um 1100 var allt í blóma, að mati hans, árferði gott, verslun hagstæð með vararfeldi og skinn en síðan tók að síga á ógæfuhlið- ina og olli mestu að bæir urðu til í Noregi, en í þeim bjó kaupmannastétt sem sóttist eftir íslandsverslun og sigraði íslendinga í samkeppni. ís- lendingar hættu að eiga haf- skip, urðu háðir Norðmönn- um og það er talið hafa verið óhagstætt þegar frá leið af því að áhugi norskra kaupmanna á íslandsverslun hafi dofnað. Þegar talað er um rnikla siglingu á 12. öld en litla á 13. er oft vitnað til þess sem segir í heimildum að 35 skip hafi komið út árið 1118 frá Noregi en íslendingar hafi hins vegar orðið að láta sér nægja sex skip árið 1262, sbr. Gamla sáttmála. Jón Jóhannesson skýrir þessa miklu siglingu ár- ið 1118 með eftirsókn eftir var- arfeldum og skinnavöru en gerir þó ekki ráð fyrir að verslunin hafi minnkað í hlut- föllunum 35:6 enda hafi skip- in stækkað segir hann um leið og þeim fækkaði.28 Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að til var í Noregi kaupskip við lok 13. aldar sem mátti hafa í íslandssiglingum og gat lík- lega borið 180 tonn.29 Sé þess gætt að siglingin 1118 hefur verið óvenjulega mikil og skip almennt sennilega smærri þá en á 13. öld er óvíst að verslun- in hafi dregist saman. Þeir sem höfðu hug á því að komast úr landi á 13. og 14. öld hafa væntanlega oftast átt auðvelt með að finna sér skipsrúm. Og það hefur lík- lega ekkert dregið úr utan- ferðum manna, sbr. að árið 1258 fórst hér við land norskt kaupfar á leið utan og voru á því 100 manns.30 BLÓMI OG HNIGNUN Missir verslunar í hendur Norðmönnum olli að öll sigl- ing var bundin við Noreg en þetta jafngilti engan veginn menningarlegri einangrun. Björgvin var mikill staður á alþjóðlegan mælikvarða og þaðan var tíð sigling suður á bóginn. Við vitum um marga höfðingja sem fóru til Rómar á 13. öld og má nefna hina helstu, Þorvald Vatnsfirðing, Sturlu Sighvatsson, Orækju Snorrason, Kolbein unga, Gissur Þorvaldsson og As- grím Þorsteinsson. Fimm ís- lendingar amk. eru sagðir hafa farið til Jórsala á 13. öld fram til loka þjóðveldis.31 Það er eins og fræðimönnum þyki lítið til þessara ferða koma, finnist ekki líklegt að hinn herskái Sturla Sighvatsson hafi td. gerst menningarlega sinnaður í Róm, enda var hann flengdur þar við flestar höfuðkirkjur. En minnast má þess að Sturla lagði mikinn hug á að láta rita sögubækur eftir bókum þeim sem Snorri Sturluson setti saman, var því ekki alveg menningarsnauð- ur.32 Og Rómarfarinn Gissur Þorvaldsson var djákni að vígslu og hefur sjálfsagt ekki gengið um með lokuð augun í Róm. Það er fróðlegt að bera saman ólíkt mat á þeim Giss- uri Þorvaldssyni og afa hans Gissuri Hallssyni. Sá síðar- nefndi á að hafa verið vel met- inn í Róm og hann samdi bók Þetta vekur til umhugsunar um hversu örðugt hefur verið Islendingum að útvega sér haffær skip á fyrri öldum, þau varð að kaupa í útlöndum. Ætli Sæmundur fróði hafi átt hafskip? 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.