Ný saga - 01.01.1988, Side 48

Ný saga - 01.01.1988, Side 48
Helgi Þorláksson um ferðir sínar, sú var á latínu en er týnd og ekkert um hana vitað. Menn gera þó ráð fyrir að hún hafi verið mjög merk. Gissur Hallsson er talinn full- trúi þjóðlegrar höfðingja- menningar, ímynd þeirra sem sameinuðu hið besta í inn- lendri og erlendri menningu og veittu frjóum menningar- straumum til landsins. Sonar- sonurinn, Gissur Þorvalds- son, er talinn fulltrúi póli- tískrar og menningarlegrar upplausnar, hann stóð að vígi skáldmæringsins í Reykholti og flestir fræðimenn á fyrri tíð munu hafa litið á Gissur sem landráðamann, svikara við ís- lenskan málstað. Margt kann að hafa valdið þeirri tilhneigingu fræði- manna að gera mikinn mun 12. og 13. aldar, og á það jafnt við um sagnfræðinga og bók- menntafræðinga. I erlendum fræðiritum er talað um endur- reisn 12. aldar í V-Evrópu, af því að menntalíf stóð þá í nýj- um blóma.33 Lengi vel héldu menn að allar hinar bestu Is- lendingasögur hefðu orðið til fyrir 1200 og tengdist það auðvitað almennum hug- myndum um menningar- blóma á 12. öld og styrkti þær jafnframt. Núna þykir senni- legast að flestar Islendinga- sögur hafi verið ritaðar á 13. öld . En það hefur ekki valdið því að menn færu almennt að tala um 13. öld sem blóma- skeið menningar, þvert á móti, áhrifamiklir fræðimenn gera sem mest úr hnignun ald- arinnar, pólitískri, menn- ingarlegri, efnahagslegri og siðferðilegri og finnst athygl- isvert að svo góðar bók- menntir skyldu verða til þá. Sigurður Nordal talar um öf- ugstreymi í þessu sambandi.34 Björn Þorsteinsson segir að íslendingum hafi lokast leiðir úr landi um 1200 og ritar: „Þá tóku þeir með pennanum að skapa sér þau ævintýr sem þeir gátu ekki ratað í eftir lífs- ins leiðum*1.33 Litið er á bók- menntir 13. aldar sem nokkurs konar svanasöng gullaldar- innar og blómaskeiðsins sem á að hafa verið fyrir 1200. Sig- urður Nordal rekur hvernig aukin áhrif erlends kirkju- og konungsvalds hafi spillt inn- lendri menningu og siðum. Is- lendingar eins og Gissur Þor- valdsson fengu ekki rönd við reist, höfðu enga von um betri framtíð og flúðu í heim sagna og bókmennta, haldnir ríkri fortíðarþrá. Rökin fyrir for- tíðarþrá Gissurar eru þau að hann skírði einn sona sinna Ketilbjörn í höfuðið á ættföð- urnum, Ketilbirni gamla.36 Um íslendinga við lok þjóð- veldis ritar Sigurður: „Þeir ganga fram en horfa aftur.“37 Það var þá kannski ekki við því að búast að Gissur Þor- valdsson yrði fyrir miklum menningaráhrifum í Róm, né flytti heim nýjungar, hafi hann verið svo bundinn for- tíðinni og vonlaus um fram- tíðina. Einar Olafur Sveinsson hefur ekki ósvipaðar hug- myndir, telur að hin forna menning hafi hrunið við lok þjóðveldis og ritar: „. . . það sem kom í staðinn var ekki annað en áþján og fá- tækt“.38 Jón Jóhannesson tekur upp túlkun þeirra Sigurðar Nor- dals og Einars Ólafs, telur al- menna hnignun hefjast fyrir 1200 en segir að menningar- einangrunar hafi þó ekki farið að gæta að marki fyrr en eftir 1264.39 En ég þekki engin rök þess að ætla að minna hafi verið um Rómarferðir og Þótt bókmenntum hafi hrakað um 1300 dafnaði mikil bókmenning hér á 14. öld. jafnvel Jórsalaferðir á bilinu 1264-1400 en á þjóðveldistíma enda er ósjaldan getið um slík- ar ferðir.40 Norðmenn tóku að flytja skreið frá íslandi upp úr 1300 og árleg verslunarsigling var oft miklu meiri eftir það á 14. öld en hún hafði verið á 13. öld. Og enn virðast kaupförin hafa stækkað því að árið 1412 fórst hér við land norskt kaupfar og voru 160 manns um borð.41 Óvíst er að menntun hafi hrakað á 13. og 14. öld. Menn dvöldust kannski síður lang- dvölum við nám á Englandi, Frakklandi og Þýskalandi á 13. öld en á hinni 12. en skýr- ing þess gæti ma. verið sú að auðveldara hafi verið að afla sér menntunar annars staðar á Norðurlöndum og jafnvel innanlands á þeim tíma og má þá einkum hafa í huga klaustr- in. Þótt bókmenntum hafi hrakað um 1300 dafnaði mikil bókmenning hér á 14. öld.42 Virðist auðsætt að mönn- um hættir til að draga upp andstæðar myndir af efnahag, menntalífi og menningar- straumum á 12. og 13. öld án skýrra raka, 12. öldin er björt, 13. öldin er dökk cn 14. öldin enn dekkri. Sigurður Nordal og Einar Ólafur hafa td. um menn og menntir á 12. öldinni orð eins og mildi, hófsemi, varfærni, frjáls andi, frelsi, jöfnuður og lærdómur og Einar Benediktsson orti um tímann fyrir 1200: t>á var hæverskan manndáð, ei hógværð nc fals, þá var hirð hér um bændur; það saga vor geymir. A gullöld hins prúða og horska hals spurðust héðan þær fregnir, sem álfan ci gleymir. Þá nefndist hér margur til metnaðs og hróss frá Miklagarði til Niðaróss. Þá stóð hámenning Islands sem æskuna dreymir.43 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.