Ný saga - 01.01.1988, Síða 73

Ný saga - 01.01.1988, Síða 73
Ég myndi nú kannski orða þetta svolítið öðruvísi, við er- um að safna heimildum en ekki búa þær til. Þegar t.d. Jón Arnason og þeir fóru að safna þjóðsö.gum, þá voru þeir ekki að búa til þjóðsögur, þeir skrifuðu þær niður eftir öðr- um og reyndu að safna þeim systematískt. Nú sitjið þið inni á skrif- stofu og búið til spurningar og spekúlerið íþví við hverju þið viljið fá svör. Síðan fellið þið spurningarnar undir ákveðna skrá. Þá er valið fólk sem á að svara þeim. Skrárn- ar eru sendar út og svör fást. Svo kemur aðþvíað vinna úr þessu. Þá er mjög mikilvægt að bera saman svörin því þarna eru kannski tveir, þrír fjórir, sem svara á svipaðan hátt. Þarna er komin ný heimild. Það er ekki verið að spinna hana upp, en það er verið að búa til nýjan heim- ildarílokk. Svörin eru settinn á tölvu, notað textaleitarfor- rit og það er hægt að gefa stikkorð. Síðan kemur e.t.v. fræðimaður og hann biður um það sem hann er að leita að og þarna fær hann alveg nýjan heimildarflokk sem finnst ekki annars staðar. Þið eruð á þennan hátt að búa til heimildir, er það ekki?. Ég kann ekki við orðalagið „að búa til heimildir". Það er eins og við séum að skálda upp. Ég vil segja að við séum að búa til heimildabanka, og við hvetjum fólk til að láta af hendi rakna heimildir, sem ella kynnu að glatast að eilífu. Er minni fólks gott efþess- ar heimildir eru bornar sam- an við aðrar heimildir ? Það er eitt í þessu sem mað- ur þekkir vel. Fólk sem er orðið minnisskert á nútímann getur verið alveg hreint og tært á það sem var í bernsku þess og æsku. Þetta er nokk- uð, sem er bara líffræðilegt fyrirbæri, og allir læknar þekkja: langminni getur verið í lagi þótt menn muni ekki það sem þeir sögðu fyrir klukku- tíma. En þetta veldur því oft að heimildarmenn taka að vantreysta sjálfum sér sem er óþarfi. Auðvitað er fólk ákaf- lega misminnugt. En ég get ekki séð að það sé nokkur munur á þessum heimildum og þeim sem menn skrifuðu sem endurminningar jafnvel fyrr á öldum. Auðvitað er kannski mest að marka það sem er skrifað jafnóðum eins og annálar, maður getur svo sem fallist á það sjónarmið. En ég get ekki séð að það sé neinn eðlismunur á þessu og þegar t.d. Jón í Hrepphólum er að skrifa Biskupaannála um 1600. Fólk man kannski ekki ár- töl en veit nákvæmlega hverju það klæddist og hve- nær það borðaði, sem er kannski frekar það sem þið eruð að slægjast eftir? Já, það er eitt vandamálið. Ef fólk man ekki ártalið upp á hár, finnst því eins og allt sé að hrynja, þá sé allt glatað. En það kemur okkur náttúrlega lítið við hvort eitthvað gerist árið 1926 eða 1927. Varðandi tiltekna atburði getum við sjálf leitað í rituðum heimild- um. Það er frekar klæðaburð- ur og matarvenjur sem skipta máli. Það er náttúrlega mjög gott að vita áratuginn svona hér um bil. Fólk miðar oft við einhvern viðburð, t.d. fyrir eða eftir fyrra stríð, eða Al- þingishátíðina eða hvort það var í kreppunni eða fyrir kreppuna. I sambandi við þá sem svara, hefurðu fundið ein- hvern mun á þeim sem aldir eru upp í þéttbýli og hinum sem eru í sveitinni. Muna þeir betursem eru í sveitinni? Ég er ekki viss um að þeir muni betur en þeir eru hlut- fallslega miklu fúsari til að svara. Það er auðveldara að fá menn úr bændastétt, karla og konur, til að svara heldur en t.d. sjómenn og verkamenn. Afhverju ætli það sé? Ég veit það ekki, en ég hef vissar hugmyndir. Það er ákveðin hefð í bændasamfé- laginu að menn skrifi. Menn héldu þó ekki væri annað en ærbækur og menn skrifuðu niður dálítið um veðrið og jafnvel dagbækur og menn skrifuðu talsvert sendibréf. Bara þetta að skrifa, það vafð- ist ekki eins mikið fyrir. En í kaupstöðum þá er einhvern veginn minna um skrif, af hverju sem það stafar. Menn héldu ekki sams konar bú- reikninga í kaupstöðunum og menn þurftu ekki eins að skrifa bréf milli nágrannanna, það var styttra að fara og síðan kemur síminn. Kringumstæð- Þad er höluðmunurinn að í sjálfsævisögum eru menn, a.m.k. langflestir, að segja frá einhverju sem þeim finnst hafa verið stærri atburðir í slnu lífi. Ég vil segja að við séum að búa til heimildabanka, og við hvetjum fólk til að láta af hendi rakna heimildir, sem ella kynnu að glatast að eiiífu. 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.