Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 22
20
Anna María Gunnarsdóttir...
Eðlilegt er að líta svo á að þar sem línurnar á mynd 5 fara yfir
50%-gildið liggi fónemamörk þessara tveggja hljóða, stutts og langs
sérhljóðs, eða öllu heldur þessara tveggja atkvæðagerða, V:C og VC:.
Með tölfræðilegum aðferðum er hægt að reikna þessi mörk fyrir hvern
einstakan hlustanda. Aðferð þessi nefnist probit-greining og felst í því
að fella normalkúrfu að niðurstöðum einstakra hlustenda. Niðurstöður
greiningarinnar eru sýndar í töflu 2.
Eðlilegt tal Hratt tal
M SF Óvbil M SF Óvbil
Tilraunahópur 218,85 10,47 25,21 162,21 6,15 18,33
Samanburðarhópur 219,82 3,78 25,14 159,87 6,01 16,10
Tafla 2: Meðalfónemamörk (í ms sérhljóðalengdar) í tilrauna- og sam-
anburðarhópi í fyrri hlustunartilrauninni. M er meðaltal fón-
emamarka og SF staðalfrávik þeirra en Ovbil er meðalóvissu-
bilið, einnig í ms sérhljóðalengdar (sjá nánar í meginmáli).
Fram kemur að niðurstöður eru keimlíkar í báðum hópunum, fónema-
mörk við u.þ.b. 219 ms langt sérhljóð í orðum sem eru með lengra rímið,
þ.e. borin fram með eðlilegum talhraða, en nálægt 160 ms í orðunum
með styttra rími, orðum sem sögð eru með hröðum rómi. Hér færast
mörkin til um einar 70 ms sem sýnir að skynmörkin velta í senn á lengd
sérhljóðs og lengd samhljóðs, að skynjun þeirra er hlutfallsleg (Jörgen
Pind 1986; 1993; 1995a).
Fónemamörk einstakra hlustenda voru greind með tvíþátta dreifi-
greiningu (ANOVA), hópur x talhraði. Niðurstöður sýndu að ekki er
marktækur munur áhópunum, F(l,24) < 1, hins vegar hefur talhraðinn
marktæk áhrif á legu fónemamarkanna, F(l,24) = 654,63, p < 0,001,
eins og við var að búast. Samverkan þáttanna tveggja er heldur ekki
marktæk, F(l,24) < 1.
Mynd 6 sýnir niðurstöður í seinni hluta tilraunarinnar þar sem könnuð
var skynjun aðblásturs. Myndin bendir óneitanlega til þess að skynjun
þessara tveggja hópa sé einnig keimlík að því er aðblásturinn varðar.
Niðurstöður á útreikningum meðalfónemamarka er að finna í töflu 3.