Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 137
Nokkur orð um é-sagnir og i-hljóðvarp í vh. þt.
135
tvöföldunarsögnina sá. Fá ‘fægja’ er líklega mynduð af þt. fáða af
*fœja, sbr. ÁBM; strá er líklega mynduð af þt. stráða af *streyja, sbr.
ÁBM; sá gat beygst sem ó-sögn fyrir 1200. Allarþessar sagnirfylgja nú
3. beygingu veikra sagna.3 — Enn fremur sleppir Magnús allnokkrum
upprunalegum ú-sögnum, að því er virðist vegna þess að þær þekkjast
ekki í nútímamáli eða tilheyra nú öðrum beygingarflokkum. Má þar
nefna gana,ját(t)a, klígja, mara, nara,þrasa, stúra. Flaka ogflóa eru
hins vegar dæmi um é-sagnir sem virðist sleppt að ástæðulausu.
Dæmin sem Magnús Fjalldal tilgreinir sækir hann í ýmsar kennslu-
bækur um forníslensku (þó ekki í Noreen 1923) og nútímamál. Slíkar
bækur styðjast gjarnan hver við aðra, svo að rekja má tiltekin atriði
aftur til eins rits. Magnús bendir réttilega á að dæmi um /-hljóðvarp í
é-sögnum má öll rekja til Wimmers. Fornmálsbækurnar fjalla eðli sínu
samkvæmt um (vestur)norrænt mál, og ekki nema að afar litlu leyti
um forstig þess, frumnorrænu og germönsku. Þessi rit sneiða oft hjá
álitamálum og er fremur ætlað að gera grein fyrir megindráttum en
smáatriðum. Oft láist að greina á milli orða sem í norrænu máli tilheyra
vissum beygingarflokki en hafa e.t.v. tilheyrt ólíkum flokkum á eldra
málstigi. Ætterni orða er stundum óvíst og umdeilt meðal orðsifjafræð-
inga. Sum orð eru stakorð, t.d. hlóa ‘vera heitur (?)’, sem er hugsanleg
é-sögn. Eina dæmið er í Grímnismálum (sjá Lexicon Poeticum, bls.
265). Önnur eru aðeins þekkt með vissu í einni beygingarmynd (t.d.
vitaðr ‘ákveðinn, ætlaður’, hugsanlega lh. þt. af fornri é-sögn, *vita
‘ætla e-m e-ð’). Þótt handbækur um forníslensku séu margar hverjar
áreiðanlegar heimildir um þau atriði sem þær greina frá á annað borð,
er það ljóst að þær eru ekki nægilega yfirgripsmiklar þegar menn vilja
fá heildarmynd af tilteknum, skýrt afmörkuðum atriðum. Til þess þarf
3 Þessi beygingarflokkur veikra sagna er ýmist kenndur við é-beygingu eða 4. flokk
þegar fjallað er um fornmálið. Þegar fjallað er um nútímamálið eru þær sagnir sem
honum tilheyrðu að fornu venjulega kenndar við 3. flokk, sbr. t.d. Valtý Guðmundsson
1922, Jakob Jóh. Smára 1923, Kristján Ámason 1983; þó kemur fyrir að þær séu
kenndar við 4. flokk veikra sagna, sbr. t.d. Stefán Einarsson 1945. Hér á eftir verður
talað um „é-beygingu“ þegar rætt er um beygingarflokkinn nema sérstaklega sé átt við
nútímamál. Jafnframt verður heitið „é-sagnir“ notað um sagnir sem örugglega töldust
til þessaflokks f fornu máli.