Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 86
84
Guðrún Þórhallsdóttir
með y'-innskoti að hætti Ásgeirs) (af frie. rótinni * *ghen- ‘zernagen,
zerreiben, kratzen’, sbr. Pokorny 1959:436-37, ‘skrapa, stinga’ skv.
Ásgeiri Bl. Magnússyni 1989:264, 670). Ekki er heldur óhugsandi, að
sögnin njá sé skyld so. núa og hana megi rekja til frumgermanskrar
myndar, sem hafði *n- í framstöðu, en ekki klasann *gn-. Að auki má
benda á, að so. njá og lo. njáður ‘þvældur’ svipar óneitanlega mjög
til so. snjá (18. öld) ‘núa, nudda’ og lo. snjáður (18. öld) ‘slitinn af
notkun; hárlaus’. í bók Ásgeirs eru þau orð sögð bera merki y-innskots,
en y'-laus mynd sést í so. snást (18. öld) ‘verða snjáður, ...’ (sbr. nno.
sná < *snawen af frg. rótinni *sneu- ‘nudda af, skera (af)’ (1989:912,
918)). í ljósi þessara upplýsinga er freistandi að bæta pörunum njá
: snjá og njáður : snjáður í safn germanskra dæma um fyrirbærið s
mobile, en hugtakið „hreyfanlegt s“ á við þær aðstæður, þegar orð
af sömu indóevrópsku rót birtast ýmist með s-i í framstöðu eða án í
dótturmálum (ekki sízt í stöðunni á undan samhljóði, þannig að fram
koma pör af taginu *#C-: *#sC-).15 Meðal norrænna dæma um orðapör
með #«-: #sn-, sem gætu bent í þessa átt eða hafa verið skýrð á þennan
hátt, eru þessi: (1) no. nef hk. og so. snefja (um 1700) ‘snuðra, þefa
uppi,... ’, (2) fær. og nno. so. nerta ‘komalétt við, snerta’ og ísl. snerta,
(3) no. norn kvk. ‘örlagagyðja; ... ’ og so. snara ‘binda, snúa; ... ’,
(4) físl. lo. næfr/nœfr ‘vaskur, ötull; harður, skarpur’ og snœfr/snœfr
‘þröngur; röskur, ...; viðmótsharður; hvass, kaldur, ... ’ (Ásgeir Bl.
Magnússon 1989:662, 664, 673, 679, 911, 913, 915, 924). Hér verður
því ekki haldið fram, að rekja beri öll germönsk dæmi af þessu tagi til
erfðra rótarafbrigða eða orðmynda, sem hafi orðið til í indóevrópsku
frumtungunni. Hins vegar ber að hafa hugfast, að so. njá ‘nudda’ gæti
verið skyld orðum með frg. *(s)n- í framstöðu eða verið komin úr
15 Uppruni þessa fyrirbæris er umdeildur, en m. a. hefur *s- verið talið indóevrópskt
forskeyti og einnig verið lagt til, að afbrigði með j-i og án hafi orðið til í indóevrópsku
frumtungunni á orðaskilum, þegar á undan fór orð, sem endaði á *-s (tengsl myndanna
Iat. 1. p. et. nt. specio ‘sé’ og skr. 3. p. et. nt. pasyati ‘sér’ megi skýra þannig: frie.
*uihros# spekieti ‘maðursér’ > *uihros# pekieti viðeinföldun *ss, eðaöfugt: *uihros
#pekieti —> *uihros # spekieti við umtúlkun orðaskilanna). Sjá Cowgill og Mayrhofer
(1986:119—20), Krisch (1990:127). Ég nota skaftlausar örvar (>) til að tákna hljóðrétta
þróun, en einskeftar örvar (—>) um áhrifsbreytingar.