Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 159
Nokkur orð um é-sagnir og i-hljóðvarp í vh. þt.
157
• „Ec villda giarna spyria yðr æins lutar ef ec þœrða“
(,Streng 8624, Cook & Tveitane 1979).
ÚR TEXTASAFNI MÁLVÍSINDASTOFNUNAR:
• „varðar þeim þá eigi við lög innivistin ef þeir fá þann
bjargkvið að þeir mætti eigi ganga eða þörði þeir
eigi“ (Vígslóði, Grágás (Staðarhólsbók) 119:278).
• (Kristinnalagaþáttur, Grágás (Staðarhólsbók)), 24:24
2.3
Hér kemur fram að í seðlasafni AMKO og í textasafni Málvísinda-
stofnunar finnast einungis dæmi um hljóðverptan vh.þt. í 13 é-sögnum
(auk hafa, kaupa, segja og þegja). Eins og áður segir er þessi beyg-
ingarmynd tiltölulega fátíð og er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar
þessar niðurstöður eru túlkaðar. Sagnir sem Magnús Fjalldal hafði ekki
í greinargerð sinni frá 1990 eru þrjár, ná, spara og ugga, með vh.þt.
nœði, sperði og yggði.
2.3.1
Athyglisverð er fjölbreytni orðmynda í þremur sögnum með o í
stofni: Af sögninni skorta eru tvær myndir, með /y/ (skyrti, 7 dæmi)
og /0/ (skprti, skeyrti, 4 dæmi), af þola einnig tvær, með /y/ (þylði, 8
dæmi) og /0/ (þplði, þeylði, 2 dæmi) og af þora þrjár, með /e/ (þerði,
þærði, 6 dæmi), /y/ (þyrði, 21 dæmi) og /0/ (þeyrði, þprði, þœrði, 9
dæmi).
Sumra þessara mynda er getið í handbókum. Noreen minnist á „þ0l-
þe“ (1923:58), svo og á„þerþe“ (1923:107) sem hann setur í samhengi
við afkringinguna 0 > e;21 Krause (1948:14) minnist sömuleiðis á
„þ0lþer“. — Þess ber að geta að fónemið /0/ er stundum táknað með
‘o’ í handritum.22 Því væri ekki útilokað að dæmi kynnu að finnast
um vh.þt. é-sagna eins og brosa, loða, skolla og tolla, sem allar eru
taldar hafa haft /u/ í stofni í frumnorrænu, þar sem rökstyðja mætti út
21 Um það sjá Kristján Ámason (1992) (gagnrýni á Noreen o. fl. á bls. 151 o. áfr.).
22 Hreinn Benediktsson (1965:63 o. áfr.); Stefán Karlsson (1989:35).