Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 79
„En er þeir knjáðu þetta mál...
77
ólíklegt, að sögnin knía hafi einfaldlega klofnað frá sögninni knýja.
Það væri ósennilegt, að sögninni hefði gefizt tími til að ljúka þessu ferli
fyrir daga rituðu heimildanna.* 11
Einkum er erfitt að leggja trúnað á, að nýja myndin *knía hafi fljótt
og örugglega orðið bundin við yfirfærða merkingu í föstu orðasam-
bandi, þ. e. knía/knjámál ‘ræða/hugleiða/rannsaka mál’, þannig að eng-
in dæmi séu í fornu máli um aðra notkun myndanna þt. kníaði/knjáði
og Ih. þt. kníaðr/knjáðr. Það er skiljanlegt, að fræðimenn í lok 19. ald-
ar hafi látið nægja að líta til hliðstæðra áhrifsbreytinga annarra sagna
og talið eðlilegt að skýra klofning so. knía frá so. knýja með form-
legum rökum einum.12 í ljósi kenninga um eðli áhrifsbreytinga, sem
Kurylowicz lagði fram um miðja þessa öld, horfir málið hins vegar
öðruvísi við (Kurylowicz 1945-49), en samkvæmt þeim byggist mat á
áhrifsbreytingum, hljóðréttum orðmyndum og áhrifsmyndum, m. a. á
merkingu og hlutverki myndanna. Kurylowicz lagði fram sex „lögmál“
eða reglur um þá stefnu, sem áhrifsbreytingar taka, þegar þær eiga sér
stað.Fjórðareglanlýsir afleiðingumáhrifsbreytingaráþessaleið: Þegar
ný hliðarmynd verður til við áhrifsbreytingu, tekur hin nýja áhrifsmynd
við aðalhlutverki, en gamla myndin getur lifað áfram í aukahlutverki.
Slíka þróun má einmitt sjá í sögu sagnarinnar knýja. þegar þt. kníði vék
fyrir þt. knúði, eins og lýst var í grein 2.1.1 (nh. rýja : þt. rúði, nh. knýja
: þt. X; X = knúði). Hér má segja, að nýja myndin knúði hafi sigrað,
tekið við aðalhlutverki sem almenn þátíðarmynd sagnarinnar, en gamla
myndin kníði lifað í aukahlutverki sem skáldamálsmynd (sbr. dæmin í
grein 2.1.1).
sagnarinnar hlýja. (Sjá Noreen 1970:342, 344; Ásgeir Bl. Magnússon 1989:341-42;
Guðrúnu Þórhallsdóttur 1993:75-76,200-201,204-206.)
11 Hér hefur verið fjallað um klofning so. knjá frá knýja sem flókið ferli, þar sem
ein sögn klofnaði í tvær sjálfstæðar sagnir. Vitanlega má hreyfa þeim andmælum,
að engin dæmi séu um nútíðarstofn so. knjá og engin vitneskja um aðra breytingu
en tilurð nýrrar þátíðar (og Ih. þt.), og leggja til, að sú þátíð hefði getað orðið til
beint af hljóðréttu þátíðinni (þt. kníði —> kníaði), þegar mynztrið knýja - kníði var
orðið afbrigðilegt. Þessi skoðun kemur hins vegar illa heim við varðveizlu myndanna
í einangruðu orðasambandi, en um það verður nánar fjallað hér á eftir.
12 Sjá 10. nmgr. (um flóa,glóa, hlýja).