Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 73
71
„En er þeir knjáðu þetta mál..."
myndina knját, en þar væri tvíkvæð mynd hvorugkyns fleirtölu fremur
*kníut en *kníat.
Eitt forvitnilegasta dæmið um sögnina, hvað rithátt snertir, er í setn-
ingunni „Egi kvSio ver at fegia hve lengi þeir knÍQpv þetta mál“ úr Jóms-
víkinga sögu (AM 291 4to frá s. hl. 13. aldar, sbr. Petersens 1882:VI;
ONP 1989:450), þar sem ritað væri kníuðu eða knjáðulknj()ðu með sam-
ræmdri stafsetningu. Þessi mynd hefur verið túlkuð sem þríkvæð og er
þannig umrituð „kníöðu" í útgáfu Fornmanna sagna frá 1828 (Fornm
11:48), sbr. einnig Cleasby og Vigfusson 1969:346. Á hinn bóginn gæti
tvíkvæð mynd allt eins verið hér á ferðinni. í formála útgáfu Petersens á
þessu handriti Jómsvíkingasögu er þess réttilega getið, að broddar séu
einkum yfir löngum sérhljóðum og tvíhljóðum (Petersens 1882:VIII),
og mætti telja það rök með því að álíta myndina þríkvæða (kníuðu).
Hins vegar væri þessi orðmynd þá eina dæmið í þessu handriti um ‘q’
notað um áherzlulaust sérhljóð; þar væri von á ‘o’, ‘v’ eða ‘p’ (sbr.
fcvNoþp ‘sönnuðu’ 89,22, vamdvþv ‘vönduðu’ 67,22, á kafpþpz ‘áköfuð-
ust’ 17,2), en lykkjur virðast ekki hafðar á áherzlulausum sérhljóðum
viðskeyta og endinga. Notkun á lykkjum lýsir útgefandinn svo, að
skrifari handritsins hafi stundum sett lykkjur undir bókstafina ‘é’, ‘æ’,
‘ó’ og ‘ó’, en virðist ekki nota þær til að tákna breytt hljóðgildi, held-
ur telja þær tilheyra stöfum með broddi; þó komi þær einnig fyrir á
broddlausum stöfum (Petersens 1882:VIII-IX). Þannig er táknið ‘q’
ekki almennt notað um hljóðanið /q/, heldur er það fremur ritað ‘a/’
eða ‘o’ (bwrþoz ‘börðust’ 112,4, íogpmr ‘sögunnar’ 15,12); ‘q’ erhins
vegar stöku sinnum notað um hljóðanið /ó/ (Qlicligt ‘ólíklegt’ 84,4)
°g stundum hafður broddur að auki {(drvckiú ‘ódrukkinn’ 97,13). Þar
sem búast mætti við hinu forna hljóðani /q/ («-hljóðvarp af frnorr. *á),
birtast myndir með ‘a’ eða ‘á’ (kvaþv ‘kváðu’ 37,15, baþo ‘báðu’ 93,7,
págv ‘vágu’ 119,23), en þó einnig með ‘o’, ‘q’ eða ‘Q’ (kvoþoz ‘kváð-
ust 122,21, nolgaz ‘nálgast’ 72,26, (n ‘án’ 96,13, h(pe ‘hávi’ 66,6).
Það má því telja sennilegra, að hér sé orðmyndin knj(ðu táknuð með
nthættinum knÍQþv (lykkja á löngu sérhljóði, en ekki broddur), en að
skrifaranum verði það á að setja lykkju undir áherzlulaust sérhljóð í
myndinni kníuðu. Broddurinn á f-inu þarf alls ekki að koma í veg fyrir