Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 109
Tilraun til greiningar á íslensku tónfalli
107
við beygingu, en gott orð vantar um reglur um samband orðmyndunar
og hljóðafars), en einnig koma til reglur um hljóðgerð orðhlutalegra
eininga. (Undir þetta falla að hluta þær reglur sem kallaðar hafa verið
hljóðskipunarreglur (phonotactic rules, morpheme structure rules) að
svo miklu leyti sem þær fjalla um gerðir myndana, en ekki bara um
atkvæðaskipun.) Undir þennan hluta fræðasviðsins falla einnig lögmál
um orðáherslu. Áhersla er hljóðkerfislegt hugtak, en orð er orðhlutalegt
hugtak, að hluta til að minnsta kosti, og þess vegna hlýtur orðáhersla
að vera blandað fyrirbrigði í þessum skilningi. En skal nú vikið að
áherslunni og því hvernig hún setur svip á íslenskt tónfall.
í íslensku er meginreglan sú að orðáhersla er á fyrsta atkvæði orðs.
Þessu til viðbótar koma ýmsar reglur sem um er fjallað m.a. í áður-
nefndum greinum mínum og víðar. Það sem við höfum meiri áhuga á
hér er það sem nefnt hefur verið setningaráhersla, þ.e.a.s. reglur sem
gilda um það hvaða orð innan setninga eru sterkust. Annað atriði sem
við þurfum að athuga er hvernig háttað er afmörkun segða í smærri
einingar sem nefna má tónlotur eða tónfallslotur. Ég nota hér orðið
segð til að tákna það sem á ensku heitir utterance. Segja má, í ljósi þess
sem rætt var um nú rétt áðan, að segð sé hjóðleg samsvörun setningar
eða setningasambands, eins konar „talaður texti“. Segðir geta verið
langar eða stuttar eftir atvikum, rétt eins og aðrir textar, en ef þær eru
langar er líklegt að þeim sé skipt niður í smærri einingar sem kalla má
tónfallslotur.
Gera má ráð fyrir að undir venjulegum kringumstæðum myndi ein-
faldar setningar eins og:
(6) a. Þarna kemur DÍSA
b. Dísa kemur á MORGUN
það sem kalla má eina tónfallslotu. Samkvæmt kenningum tónfalls-
fræðinga er eitt atkvæði sterkast innan hverrar tónfallslotu, svokallað
kjarnaatkvæði (e. nuclear syllable, Designated Terminal Element).
Kjarnaatkvæðið er áhersluatkvæðið (þ.e.a.s. það atkvæði sem ber orð-
áherslu) í því orði sem fær þyngsta áherslu (þ.e. setningaráherslu) innan
segðarinnar, og hér eru það látin vera orðin Dísa og morgun, en undir