Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Blaðsíða 75
„En erþeir knjáðu þetta mál... “
73
Þegar forsögulegar myndir sagnarinnar knýja eru endurgerðar, er
almennt gert ráð fyrir, að sögnin hafi haft e-stig rótar (rótin þá verið
frg. *kniw- < frie. *gneu-).5 Fljótt á litið gæti þótt liggja beint við að
miða við n-ið í orðinu knúi og endurgera frg. *knujan í samræmi við það,
en það væri fljótfærni. Ástæðan er sú, að í fomu máli var þátíðin ekki
eingöngu knúði eins og í nútímamáli, sem gæti bent til frumgermanska
rótarsérhljóðsins *ú, heldur einnig knýði og kníði. Síðasttalda myndin
er talin hljóðrétt og þróunin rakin með þessum hætti: nh. frg. *kniwjan 6 7
> físl. knýja, 1. p. et. þt. *kniwiðö > físl. kníða?
Um þátíðina kníða em allnokkur dæmi í kveðskap, m. a. eftirtalin
dæmi (sjáFinn Jónsson 1966:342):
(1) unnir kníðum ‘slógum öldur (þ. e. með árum)’
(2) þeir kníðu borð báðir ‘ráku skipin áfram’
(3) hirð kníði (v. I. knúð-, gnúð-) árar ‘reri af kappi, tók hressi-
lega í árarnar’
(4) konungar kníðu hjalma ‘börðu af krafti á hjálmum’
(5) hQrpu kníði ‘sló höipu’
Auk þess vill svo vel til, að sérhljóðið í er staðfest af rími í eftirtöldum
vísuorðum (sbr. Finn Jónsson 1912, B 1:210,418):
(1) hríð víkingar kníðu (3. p. ft. þt.) ‘víkingar háðu (harða
hjörs) hríð, þ. e. orrustu’ (Ólafr Haraldsson inn helgi)
(2) foldar síðu brimi kníða (lh. þt. kvk. þf. et.) ‘strönd lamda
af brimi’ (Markús Skeggjason)
Nafnháttur sagnarinnar knýja er því almennt álitinn hljóðrétt mynd
5 Nafnhátturinn knýja er við fyrstu sýn margræður, hvað uppruna snertir, því að
nafnháttur íslenzkra sagna, sem enda á -ýja, hefur þróazt úr ýmsum hljóðasamböndum.
Nh.flýja má rekja til frg. *fliuhijan, nh. jrýja er ýmist endurgerður frg. *jrlwijan eða
*fra-wröhijan, og nh. rýja er oft endurgerður frg. *rujan, sbr. íí-ið í þt. rúði.
6 Hér er nafnhátturinn endurgerður sem frg. *kniwjan, en ekki látinn enda á *-eujan
eða *-iujan, eins og algengt er að endurgera íslenzkar sagnir, sem enda á -ýja. Þetta
eru þrjár leiðir til að sýna sama uppruna.ý-viðskeytta nútíð sagnar með e-stig rótar af
gerðinni frie. *Ceu-. Um rök með *-iwj- sjá Guðrúnu Þórhallsdóttur (1993:186).
7 Þátíðin er þegar endurgerð áþennan hátt hjá Sievers (1891:402) og Kock (1894:434,
1895:155), sömuleiðis Alexander Jóhannessyni (1923-24:101) og Heusler (1962:23).